Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfirlýsing frá Sól á Suðurnesjum
Laugardagur 15. september 2007 kl. 22:10

Yfirlýsing frá Sól á Suðurnesjum

- vegna ákvörðunar skipulags- og bygginganefndar Grindavíkur.

Sól á Suðurnesjum fagnar því að skipulags- og bygginganefnd í Grindavík hefur hafnað nýjum línuleiðum innan sveitarfélagsins og skora á bæjarstjórn Grindavíkur að staðfesta bókunina. Þar með dregur úr þeim fórnum sem okkur er ætlað að færa fyrir álver í Helguvík. Valkostirnir sem Landsnet hefur lagt til eru hver öðrum verri og ljóst að ekki verður komist hjá verulegu umhvefirsraski með orkuflutningum fyrir hugsanlegt álver í Helguvík, jafnvel þó aðeins yrði um jarðstrengi að ræða. Þannig myndi t.d. jarðstrengur á milli Seltúns og Trölladyngju kalla á stórfellda vegagerð yfir Sveifluháls, Móhálsadal og Núpshlíðarháls og þar með væri stórbrotið landslag í hjarta Reykjanesfólkvangs rýrt, skorið og skert.

Hitaveita Suðurnesja horfir til þess að virkja fjögur háhitasvæði á Reykjanesskaganum, Seltún, Austurengjar, Sandfell og Trölladyngju. Ef virkjað verður á þessum svæðum þyrfti að bora 12-15 holur með tilheyrandi vegagerð og borplönum. Þar með verða þessi einstöku háhitasvæði gjöreyðilögð og munu mannvirki vegna orkuflutninga valda gífurlegu raski á landslagi. Þær fórnir sem okkur er ætlað að færa fyrir álver í Helguvík eru ekki álversins virði.

 

Mynd: Við Kleifarvatn. Víkurfréttamynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024