Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfirlýsing frá Ljósanefnd og Ljósalagsnefnd Reykjanesbæjar vegna Ljósalagsins 2007
Miðvikudagur 29. ágúst 2007 kl. 16:00

Yfirlýsing frá Ljósanefnd og Ljósalagsnefnd Reykjanesbæjar vegna Ljósalagsins 2007

Frá árinu 2002 hafa margvíslegar aðferðir verið notaðar til að gefa út ljósalag hvers árs í tengslum við bæjarhátíðina okkar, Ljósanótt.

Engin ein aðferð hefur verið talin sú besta og hefur framkvæmd keppninnar verið í sífelldri endurskoðun.

Í ár var ákveðið að semja við einn af okkar ástsælustu tónlistarmönnum, Jóhann Helgason, um gerð ljósalagsins 2007.

Hann fékk til þess fullt listrænt frelsi og ákvað að semja óð til æskuslóða sinna og gerði það bæði af innlifun og einlægni.

Nefndirnar munu taka þær ábendingar sem nú hafa borist vegna lagsins til athugunar við framkvæmd ljósalagsins í framtíðinni.

Það var hvorki ætlun nefndarfólks né Jóhanns að særa vísvitandi þá íbúa Reykjanesbæjar sem telja að sér vegið þar sem tónlistarmaðurinn velur yrkisefnið æskuslóðirnar í Keflavík.

Með von um að við Reyknesingar stöndum saman að því að gera Ljósanótt 2007 að enn glæsilegri og skemmtilegri  menningar- og fjölskylduhátíð en áður.

Ljósanefnd 2007
Ljósalagsnefnd 2007
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024