Yfirlýsing bæjarfulltrúa H-lista í Sveitarfélaginu Vogum
Sveitarfélaginu Vogum 12. 12. 2012
Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis 29.11.2012 var 00:06:59 mínútna langt viðtal tekið við Ingu Sigrúnu Atladóttur. Í þessu viðtali barst talið að vangaveltum um mútur þegni. Á ákveðinn hátt mátti skilja ummæli Ingu sem svo að einhver eða einhverjir hafi persónulega hagnast af raflínu-samningnum við Landsnet (Það hefur aðeins verið gerður einn samningur og síðan viðbót gerð við þann samning). Eftir viðtalið var Ingu réttilega bent á að ummæli hennar gætu orkað tvímælis og að margir gætu dregið þá ályktun að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, og er það miður.
Það er sameiginlegur skilningur okkar allra að Inga Sigrún hafi á engan hátt verið að tala um að bæjarfulltrúar sveitarfélagsins Voga fyrr eða síðar né einhverja starfsmenn sveitarfélagsins eða íbúa. Gengur það sama yfir minnihluta og meirihluta bæjarstjórnar sem og fyrri bæjarstjórnir og bæjarráð. Þriðjudaginn 30.11.2012 var þessi leiðinlegi misskilningur leiðréttur með yfirlýsingu frá Ingu Sigrúnu þess efnis að hún harmaði þennan leiðinlega misskilning og hún baðst velvirðingar á ummælum sínum. Á þeim tíma gekk hún ekkert lengra í útskýringum sínum enda hafði verið gengið hart að henni um að fara varlega í orðavali.
Hið rétta í málinu og það sem Inga Sigrún vildi segja var túlkun hennar á „mótvægisaðgerðum“ Landsnets. Það má túlka slíkar aðgerðir sem svo að landeigendur fái sitt verð fyrir sitt land og síðan fái viðkomandi samfélag / sveitarfélag sitt í formi mótvægisaðgerða. Það er túlkun hennar á slíkum aðgerðum að þær mættu kalla mútur. Sú skoðun Ingu endurspeglar ekki skoðun allra í H-listanum en það er hennar skoðun og öll virðum við þá skoðun hennar. Rétt eins og hún sannarlega virðir alltaf skoðanir annars fólks.
Virðingarfyllst
Bæjarfulltrúar H-lista í Vogum
Inga Sigrún Atladóttir
Oddur Ragnar Þórðarson
Sveindís Skúladóttir
Björn Sæbjörnsson