Yfirlýsing
Vegna auglýsingar “Suðurnesjafólks” í Víkurfréttum í dag.
Vegna auglýsingar í Víkurfréttum í dag þar sem hvatt er til þess að Suðurnesjamenn kjósi tvo frambjóðendum af Suðurnesjum, vil ég taka skýrt fram að þessi auglýsing er ekki á mínum vegum eða stuðningsmanna minna.
Ég vil ítreka að ég er ekki í bandalagi með einum eða neinum um röðun í prófkjörinu, en þakka þeim sem vilja styðja mig í prófkjörinu framundan í 3. til 4. sætið.
Björk Guðjónsdóttir