Yfirlýsing
Undirrituð lýsa vonbrigðum með að ekki hafi verið farið að vilja 75% sóknarbarna við ráðningu sóknarprests í Keflavíkursókn.
Stuðningshópur séra Sigfúsar B. Ingvasonar var með opinn undirskriftarlista á Netinu í 4 sólarhringa og á þeim tíma söfnuðust 4131 undirskrift til stuðnings ráðningu séra Sigfúsar í starf sóknarprests. Hann hefur starfað sem prestur í 13 ár í söfnuðinum og nýtur stuðnings mikils meirihluti safnaðarmeðlima í starf sóknarprest.
Biskup og ráðherra hafa hins vegar kosið að hunsa vilja okkar. Sóknarnefnd og valnefnd vinna í umboði sóknarbarna og því ætti vilji mikils meirihluta sóknarbarna að vega þungt í ákvörðunartöku þeirra, en svo var ekki.
Við hörmum þessa niðurstöðu sem við erum mjög ósátt við, enda getur orðið erfitt að ná sátt í söfnuðnum vegna þess trúnaðarbrests sem orðinn er milli safnaðarins og þeirra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir hans hönd.
Fyrir hönd stuðningshópsins,
Björgvin Ingimarsson
Falur J. Harðarsson
Drífa Sigfúsdóttir
Jón Eysteinsson
Kristjana H. Gunnarsdóttir
Árni Björgvinsson
Kristján Gunnarsson
Kristín Kristjánsdóttir
Daði Þ. Þorgrímsson
Hilmar Pétursson
Karlotta Sigurbjörnsdóttir
Guðmundur Maríasson
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Oddný J.B. Mattadóttir
Guðmundur Björnsson
Margrét Sturlaugsdóttir
Ásdís Ragna Einarsdóttir
Guðbrandur Jóhann Stefánsson
Arnhildur Arnbjörnsdóttir
Helga Björg Helgadóttir
Stuðningshópur séra Sigfúsar B. Ingvasonar var með opinn undirskriftarlista á Netinu í 4 sólarhringa og á þeim tíma söfnuðust 4131 undirskrift til stuðnings ráðningu séra Sigfúsar í starf sóknarprests. Hann hefur starfað sem prestur í 13 ár í söfnuðinum og nýtur stuðnings mikils meirihluti safnaðarmeðlima í starf sóknarprest.
Biskup og ráðherra hafa hins vegar kosið að hunsa vilja okkar. Sóknarnefnd og valnefnd vinna í umboði sóknarbarna og því ætti vilji mikils meirihluta sóknarbarna að vega þungt í ákvörðunartöku þeirra, en svo var ekki.
Við hörmum þessa niðurstöðu sem við erum mjög ósátt við, enda getur orðið erfitt að ná sátt í söfnuðnum vegna þess trúnaðarbrests sem orðinn er milli safnaðarins og þeirra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir hans hönd.
Fyrir hönd stuðningshópsins,
Björgvin Ingimarsson
Falur J. Harðarsson
Drífa Sigfúsdóttir
Jón Eysteinsson
Kristjana H. Gunnarsdóttir
Árni Björgvinsson
Kristján Gunnarsson
Kristín Kristjánsdóttir
Daði Þ. Þorgrímsson
Hilmar Pétursson
Karlotta Sigurbjörnsdóttir
Guðmundur Maríasson
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Oddný J.B. Mattadóttir
Guðmundur Björnsson
Margrét Sturlaugsdóttir
Ásdís Ragna Einarsdóttir
Guðbrandur Jóhann Stefánsson
Arnhildur Arnbjörnsdóttir
Helga Björg Helgadóttir