X-D
– Björk Þorsteinsdóttir skrifar
Síðustu fjögur ár hefur margt færst til betri vegar hér í Reykjanesbæ. Við höfum náð góðum árangri á sviði umhverfismála, skólamála, menningarmála, málefna eldri borgara og svo mætti áfram telja. Atvinnumálin hafa verið okkur erfið en þar hafa líka margir jákvæðir hlutir verið að gerast og mörg ný störf orðið til.
Nú eru framkvæmdir að hefjast víða vegna atvinnuverkefna sem eru í undirbúningi, m.a í verkefnum sem við höfum lengi beðið eftir og verða vonandi að veruleika á næstu vikum og mánuðum. Er þar um að ræða bæði gagnaver á svæði vestan Fitja og kísilver í Helguvík.
Við getum haldið áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið undir forystu Árna Sigfússonar bæjarstjóra sem barist hefur með kjafti og klóm fyrir framtíð bæjarins og bæjarbúa. Til þess að tryggja hans forystu áfram þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá góða útkomu í kosningunum á morgun.
Ég bið þig um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og hvet þig til að setja X við D.
Björk Þorsteinsdóttir
Bæjarfulltrúi og frambjóðandi D-listans