Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vortónleikar Víkinganna
Þriðjudagur 11. maí 2004 kl. 18:21

Vortónleikar Víkinganna

Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika fimmtudaginn 13. maí kl. 20.30  í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og föstudaginn 14. maí kl. 20.30 í Listasal Reykjanesbæjar í Duushúsum.

Söngsveitin Víkingar var stofnuð 1994 og er Suðurnesjamönnum af góðu kunn. Víkingarnir eru undir stjórn Sigurðar Sævarssonar. 
Strákarnir hafa lagt sig alla fram í vetur og koma nú fram með splunkunýja efnisskrá, en hún er fjölbreytt blanda af  íslenskum og erlendum alþýðulögum frá  ýmsum tímum.Um undirleikinn sér einn Víkinganna, Einar Gunnarsson harmonikkuleikari. Við hvetjum alla Suðurnesjamenn til að koma og hlýða á söng Víkinganna. Aðgangseyrir er kr. 1000- .

Stjórnin
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024