Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Vonandi rís fólk upp
Föstudagur 19. september 2003 kl. 08:51

Vonandi rís fólk upp

 -grein um heilsugæslumál á Suðurnesjum eftir Helgu Valdimarsdóttur.

Nú er bráðum ár frá því við urðum læknislaus hér á Suðurnesjum þ.e á Heilsugæslustöð. Og sé ég engar breytingar í nánd, jú hér hafa verið ráðnir fullt af sérfræðingum sem koma hér kannski 2-3 tíma á viku sumir ekki svo oft en þetta hefur alltaf verið að hluta til svo að breytingin er ekki þarna. Nú er í blöðunum slegið upp að hér taki við nýr yfirlæknir um áramót, engar breytingu get ég séð þar af læknamálum. Þessi ágæti læknir hefur unnið við Heilsugæslu Suðurnesja áður og var þá hér mikið úrval af góðum læknum sem komu honum til aðstoðar þ.e þessum sem tekur nú við yfirlæknastöðu. Honum líkaði ekki hér þá og fór vestur aftur. Ég bara spyr hvað hefur breyst ekki dettur mér í hug að hér flykkist að læknar þó að nýr yfirlæknir komi? En lækna vantar okkur! Eru svona góð laun í boði sem þeir læknar sem héðan fóru því miður voru dæmdir af yfirmönnum Heilsugæslu að þeir hefðu svo mikil laun að mér skildist í samtali sem ég átti við einn af yfirmönnum stofnunarinnar að ég sem öryrki með fáeinar krónur á mánuði gæti hreint út sagt fengið hjartaáfall á staðnum ef ég vissi um þær tekjur og sporslur sem þeir læknar fengu. Enn spyr ég hvað hefur breyst og hvað breytist við komu þessa nýja yfirlæknis? Mér er alltaf sagt að ég verði að vera þolinmóð, megi ekki vinna gegn stofnuninni, allt sé að breytast til betri vegar, en ekkert skeður. Nema að ég fæ alltaf fleiri símtöl þar sem fólk er að segja mér frá hinum ýmsu uppákomum þar sem það hefur lent í því að voga sér að verða lasið og leita á náðir Heilsugæslu og á ég orðið safn af grátlegum sögum og sumum líka grátbroslegum. Nú eru réttindi okkar brotin og þessir broshýru alþingismenn sem fólk kaus hér yfir sig brosa ýmist út í bæði eða annað, lygna svo aftur augunum og hafa svo voðalega mikið að gera enda gleymdist fólkið í byggðinni þeirra um leið og búið var að plata út atkvæðið. Ætla þeir að gera eitthvað? Aðeins örfáir íbúar þessa svæðis þorðu að láta í sér heyra og koma og sitja með mér á Heilsugæslunni í fyrra. Og dettur mér oft í hug að það eigi vel við að við notum slæður líkt og það er notað í austurlöndum þar sést jú ekkert nema augun. En á okkur eru brotinn þau sjálfssögðu mannréttindi að geta leitað læknis í heimabyggð án þess að mæta óþolandi ókurteisi, tveggja vikna bið, hryssingslegum móttökum læknis þegar sú náð gefst að komast til eins þeirra 3 sem starfa hér sem heimilislæknar. Jú hér hafa verið síðasta árs nemar í sumar reynslulausir og fáir til að leiðbeina þeim eins svo oft er búið að sannast í sumar, því miður. Ekki ætla ég að hafa þetta lengra í bili. Vonandi rís fólk hér upp og hættir að bíða já bíða eftir hverju? Hættið að láta brjóta á ykkur mannréttindi! Við búum á Íslandi og í dag er árið 2003. Í öllum bænum gerið eitthvað í þessum málum svo að við þurfum ekki alltaf eða mjög oft að leita eftir læknishjálp út á land. Hjálpið til svo að Heilsugæslan á Suðurnesjum rísi úr öskustónni og verði aftur öflug og góð.

Kveðjur og með von um að við getum haft þjónustu eins og veitt er í nánast öllum stærri byggðarlögum landsins.                                              

 

Helga Valdimarsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024