Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 20. desember 2001 kl. 00:52

„Vissulega lítur þetta þokkalega út, sérstaklega nú í aðdraganda kosninga“

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2002 var á fundi bæajrstjórnar Reykanesbæjar á þriðjudag. Ellert Eiríksson fylgdi umræðunni úr hlaði. Til máls tók Jóhann Geirdal er lagði fram eftirfarandi fyrirspurn bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar 18.12.2001.Í nýendurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir að aðeins 438 milljónir færu til afborgana lána, en á árinu fékk bærinn kr. 574 milljónir vegna niðurfærslu á eignum bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Í þeirri fjárhagsáætlun sem nú er til fyrri umræðu er gert ráð fyrir að 585 milljónir fari í niðurgreiðslu lána. Fljótt á litið gæti virst sem um niðurgreiðslu um rúman milljarð væri að ræða og þegar tekið hefur verið tillit til peninganna sem komu frá hitaveitunni væri um niðurgreiðslu lána frá bæjarsjóði að ræða sem nemur um 450 milljónum. Vissulega lítur þetta þokkalega út, sérstaklega nú í aðdraganda kosninga.
Af þessu tilefni leggjum við fram eftirfarandi spurningar og óskum eftir skriflegu svari fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
Er verið að tvítelja sömu krónurnar að einhverju leiti með þessari framsetningu?
Ef svo er hve mikil verður raunveruleg niðurgreiðsla lána bæjarins samkvæmt þessum tveimur áætlunum. Hve mikið verður í raun greitt niður á árinu 2001 og hve mikið er áætlað að greiða niður á árinu 2002?
Jóhann Geirdal, Kristmundur Ásmundsson,
Ólafur Thordersen, Kristján Gunnarsson.

Forseti bæjarstjórnar, Skúli Þ. Skúlason, lagði til að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu 8. janúar 2002 og var það samþykkt 11-0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024