Vinsamlegast geymið grein Kjartans Más!
Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins gerir að umtalsefni í vf.is að ég skuli hafa beðist velvirðingar á að ekki hafi verið unnt að svara öllum fyrirspurnum framsóknarmannsins fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun bæjarstjórnar. Kjartan, sem áður var í meirihluta bæjarstjórnar, gerði athugasemdir við upplýsingagjöf sem embættismenn
bæjarins segja mér að séu betri en nokkurn tíma áður, þegar Kjartan Már réði fjárhagsáætlunarferðinni. Mér fannst hins vegar ástæða til að gera meiri kröfur en Kjartan Már gerði þá og því sjálfsagt að biðjast velvirðingar á að ekki sé vinna okkar enn fullkomin. Í umræðunni sem Kjartan Már vitnar til beindi Jóhann Geirdal, oddviti Samfylkingarinnar orðum sínum til Kjartans Más og sagði ánægjulegt að hann væri farinn að læra af veru sinni í minnihluta. Vonandi lærir hann líka að það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar ef maður telur að hægt hafi verið að gera betur. Ég geri ráð fyrir að ég eigi eftir að gera það fremur en halda því fram að allt sem ég geri sé óaðfinnanlegt.
Megin erindi mitt í þessu greinarkorni er að biðja lesendur um að geyma þessa grein Kjartans Más og sérstaklega halda upp á þessa setningu: "Ef þannig verður áfram haldið á spilum er útlit fyrir að allar eignir bæjarins verði búnar á næstu 5-6 árum. Það getur ekki talist góð fjármálastjórn."
Já, þetta er beint eftir haft úr greininni. Kjartan Már heldur því fram að með núverandi stjórnun fjármála verði allar eignir bæjarins uppurnar á næstu 5-6 árum.
Eignastaðan hefur styrkst!
Staðreyndin er sú að í lok nýliðins árs numu eignir Reykjanesbæjar tæplega ellefu þúsund milljónum kr. Þetta er þrátt fyrir eignasölu til félagsins okkar Fasteignar hf. Í því var mikið hagræði sem þegar er farið að skila sér. Eignastaða Reykjanesbæjar er því sterk. Þrátt fyrir breytingar á eignafyrirkomulagi í gegnum Fasteign hf. munu eignir Reykjanesbæjar hafa aukist um tvö þúsund milljónir frá árinu 2000. Takið eftir: aukist, ekki minnkað!
Staðreyndin er sú að hreinar skuldir Reykjanesbæjar og fyrirtækja hans (heildarskuldir - peningalegar eignir) munu hafa lækkað um eitt þúsund milljónir í lok þessa árs frá árinu 2000 miðað við framlagða áætlun. Skuldir bæjarsjóðs hafa minnkað á sama tíma um tæpar tvö þúsund milljónir kr.
Spá Kjartans Más mun ekki ganga eftir og því er mikilvægt að geyma greinina og muna mat hans þegar nær dregur næstu kosningum. Þá er spurning hvort hann verði maður til að biðjast afsökunar á útleggingum sínum!
Með góðri kveðju,
Árni Sigfússon,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar
bæjarins segja mér að séu betri en nokkurn tíma áður, þegar Kjartan Már réði fjárhagsáætlunarferðinni. Mér fannst hins vegar ástæða til að gera meiri kröfur en Kjartan Már gerði þá og því sjálfsagt að biðjast velvirðingar á að ekki sé vinna okkar enn fullkomin. Í umræðunni sem Kjartan Már vitnar til beindi Jóhann Geirdal, oddviti Samfylkingarinnar orðum sínum til Kjartans Más og sagði ánægjulegt að hann væri farinn að læra af veru sinni í minnihluta. Vonandi lærir hann líka að það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar ef maður telur að hægt hafi verið að gera betur. Ég geri ráð fyrir að ég eigi eftir að gera það fremur en halda því fram að allt sem ég geri sé óaðfinnanlegt.
Megin erindi mitt í þessu greinarkorni er að biðja lesendur um að geyma þessa grein Kjartans Más og sérstaklega halda upp á þessa setningu: "Ef þannig verður áfram haldið á spilum er útlit fyrir að allar eignir bæjarins verði búnar á næstu 5-6 árum. Það getur ekki talist góð fjármálastjórn."
Já, þetta er beint eftir haft úr greininni. Kjartan Már heldur því fram að með núverandi stjórnun fjármála verði allar eignir bæjarins uppurnar á næstu 5-6 árum.
Eignastaðan hefur styrkst!
Staðreyndin er sú að í lok nýliðins árs numu eignir Reykjanesbæjar tæplega ellefu þúsund milljónum kr. Þetta er þrátt fyrir eignasölu til félagsins okkar Fasteignar hf. Í því var mikið hagræði sem þegar er farið að skila sér. Eignastaða Reykjanesbæjar er því sterk. Þrátt fyrir breytingar á eignafyrirkomulagi í gegnum Fasteign hf. munu eignir Reykjanesbæjar hafa aukist um tvö þúsund milljónir frá árinu 2000. Takið eftir: aukist, ekki minnkað!
Staðreyndin er sú að hreinar skuldir Reykjanesbæjar og fyrirtækja hans (heildarskuldir - peningalegar eignir) munu hafa lækkað um eitt þúsund milljónir í lok þessa árs frá árinu 2000 miðað við framlagða áætlun. Skuldir bæjarsjóðs hafa minnkað á sama tíma um tæpar tvö þúsund milljónir kr.
Spá Kjartans Más mun ekki ganga eftir og því er mikilvægt að geyma greinina og muna mat hans þegar nær dregur næstu kosningum. Þá er spurning hvort hann verði maður til að biðjast afsökunar á útleggingum sínum!
Með góðri kveðju,
Árni Sigfússon,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar