Viltu verða meðlimur í K-klúbbnum?
Kæru Keflvíkingar
Nú er komið að nýju tímabili hjá Keflavík í fótboltanum og nú þarf liðið á þínum stuðningi að halda eins og alltaf. Liðið okkar hefur tekið miklum breytingum fyrir komandi sumar, það eru bæði ungir sem og gamlir leikmenn í liðinu og nú þurfa þeir á þér að halda þetta sumar. Mætum og hvetjum strákana í allt sumar með jákvæðu hugafari og baráttuvilja. Þetta er ungt lið og þetta verður erfitt sumar, en með góðum stuðningi þá veitum við þeim góða orku til að takast á við hin liðin og við vitum að þeir geta þetta.
Ég veit að þú góði Keflvíkingur kemur á heimaleikina og styður þitt lið til sigurs eins og alltaf. Þeir sem hafa áhuga á K-klúbbnum geta haf samband við mig í síma 844-8069. Fyrir hönd K-klúbbsins, Jón Ólafur Árnason, sannur stuðningsmaður Keflavíkur.
ÁFRAM KEFLAVÍK !