Vilt þú hafa áhrif?
Nú er veturinn að ganga í garð. Skólar byrjaðir og helstu klúbbar og félagastörf að hefja göngu sína á ný.
Veturinn verður sérstakur að því leiti að framundan eru alþingiskosningar og því munu stjórnmálin verða í brennidepli í allan vetur. Kosningabaráttan að byrja og núna verður ekki tekist á um bæjarpólitíkina heldur þjóðmálin í heild sinni.
Ég er mjög stolt af því að vera ung kona í Framsóknarflokknum. Mér finnst Framsóknarflokkurinn sýna það í öllum sínum verkum hversu vel hann treystir ungu fólki og hikar ekki við að setja ungt fólk í forsvar fyrir mikilvægum málum. Við erum með þrjá unga þingmenn í okkar liði og eru það yngstu þingmennirnir sem sitja á alþingi okkar Íslandinga. Geri aðrir betur !
Nú er strafið hjá ungum Framsóknarmönnum um land allt að komast á fullt og þing Sambands Ungra Framsóknarmanna nýlokið. Við hjá ungum Framsóknarmönnum í Reykjanesbæ ætlum okkur að gera góða hluti fyrir flokkinn og erum komin á fullt enda er mikið af ungu og öflugu fólki komið til liðs við okkur. En auðvitað viljum við alltaf fleiri í liðið með okkur og eru allir velkomnir sem áhuga hafa. Við viljum fá þig til liðs við okkur. Ef þú hefur áhuga á pólitík ekki vera feiminn vertu í sambandi við okkur og kynntu þér málin. Hjá okkur færðu tækifæri til að hafa ÁHRIF !
Brynja Lind Sævarsdóttir
Formaður FUF í Reykjanesbæ
Veturinn verður sérstakur að því leiti að framundan eru alþingiskosningar og því munu stjórnmálin verða í brennidepli í allan vetur. Kosningabaráttan að byrja og núna verður ekki tekist á um bæjarpólitíkina heldur þjóðmálin í heild sinni.
Ég er mjög stolt af því að vera ung kona í Framsóknarflokknum. Mér finnst Framsóknarflokkurinn sýna það í öllum sínum verkum hversu vel hann treystir ungu fólki og hikar ekki við að setja ungt fólk í forsvar fyrir mikilvægum málum. Við erum með þrjá unga þingmenn í okkar liði og eru það yngstu þingmennirnir sem sitja á alþingi okkar Íslandinga. Geri aðrir betur !
Nú er strafið hjá ungum Framsóknarmönnum um land allt að komast á fullt og þing Sambands Ungra Framsóknarmanna nýlokið. Við hjá ungum Framsóknarmönnum í Reykjanesbæ ætlum okkur að gera góða hluti fyrir flokkinn og erum komin á fullt enda er mikið af ungu og öflugu fólki komið til liðs við okkur. En auðvitað viljum við alltaf fleiri í liðið með okkur og eru allir velkomnir sem áhuga hafa. Við viljum fá þig til liðs við okkur. Ef þú hefur áhuga á pólitík ekki vera feiminn vertu í sambandi við okkur og kynntu þér málin. Hjá okkur færðu tækifæri til að hafa ÁHRIF !
Brynja Lind Sævarsdóttir
Formaður FUF í Reykjanesbæ