Víkingar í Reykjanesbæ
– Gunnar Örlygsson skrifar
RNB samstæðan tapaði á síðasta ári um 30 milljónum króna á rekstri Víkingasafnsins.
Væri ekki ráð að bjóða þennan rekstur út? Koma honum í hendur einkaaðila sem kunna og geta haldið utan um rekstur sem þennan. Á meðan reksturinn er í höndum stjórnmálamanna þá mun alltaf skorta aðhald og ástríðu fyrir viðgangsefninu. Mitt mat er að auglýsa eigi reksturinn og bjóða sterkum félögum sem starfa í ferðaþjónustu að taka reksturinn yfir. Þannig megi hugsanlega afstýra öðru stóru tapi fyrir bæjarfélagið. Einnig má leiða líkum að því að safnið verði gert meira lifandi með tímanum í höndum fagaðila.
Ef ég set mig í spor erlenda ferðamannsins þá tel ég að spennandi upplifun fælist m.a. í því að koma á lifandi og leiknu víkingaþorpi þar sem störf gætu skapast fyrir leikara. Gæti verið spennandi starf yfir sumartímann fyrir námsmenn. Þannig gætu einnig orðið til tekjur í formi útsvars til sveitarfélagsins ef rekstur í höndum fagaðila myndi vinda upp á sig.
Ef skoðum töluna sem tapið endurspeglar þá er tapið á árinu 2013 hærra en kostnaður við IPAD-væðingu skólanna í RNB en umræðan um hana hefur verið áberandi að undanförnu.
Gunnar Örlygsson
Frjálst afl - fyrir ykkur.