Víkingaheimar og framtíð ferðaþjónustu á Reykjanesi
Vegna broslegrar greinar um Víkingaheima hér á undan skal eftirfarandi tekið skýrt fram:
Í fyrsta lagi var fréttin í Fréttablaðinu í samræmi við fyrirsögnina sem var “Flugstöðin veitir tíu milljónir” í styrk til Víkingaheima. Vandséð er að sá styrkur sýni vantrú á Víkingaheim. Þá eru framlög einkaaðila, ríkisins, Smithsonian safnsins og annara samstarfsaðila nú þegar metin á hátt í 300 milljónum króna sem Reykjanesbær hefur haft frumkvæði á að sækja.
Auk þeirrar vinnu hefur Reykjanesbær, sem aðili að fyrirtækinu Íslendingur ehf, lagt verkefninu lið að lang stærstum hluta með landsvæði undir verkefnið. Fullyrðing um að Víkingaheimar séu fjármagnaðir af skattfé íbúa Reykjanesbæjar eru því fjarri sanni. Hitt er að við íbúar bæjarfélagsins, svo ég tali ekki um okkur hagsmunaaðilanna í ferðaþjónustu, ættum frekar að fagna glæsilegri uppbyggingu í stað rangra og villandi upphrópanna á netsíðum Víkurfrétta.
Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi.
Í fyrsta lagi var fréttin í Fréttablaðinu í samræmi við fyrirsögnina sem var “Flugstöðin veitir tíu milljónir” í styrk til Víkingaheima. Vandséð er að sá styrkur sýni vantrú á Víkingaheim. Þá eru framlög einkaaðila, ríkisins, Smithsonian safnsins og annara samstarfsaðila nú þegar metin á hátt í 300 milljónum króna sem Reykjanesbær hefur haft frumkvæði á að sækja.
Auk þeirrar vinnu hefur Reykjanesbær, sem aðili að fyrirtækinu Íslendingur ehf, lagt verkefninu lið að lang stærstum hluta með landsvæði undir verkefnið. Fullyrðing um að Víkingaheimar séu fjármagnaðir af skattfé íbúa Reykjanesbæjar eru því fjarri sanni. Hitt er að við íbúar bæjarfélagsins, svo ég tali ekki um okkur hagsmunaaðilanna í ferðaþjónustu, ættum frekar að fagna glæsilegri uppbyggingu í stað rangra og villandi upphrópanna á netsíðum Víkurfrétta.
Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi.