Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 14. nóvember 2002 kl. 14:08

Viðbrögð við pistli

Töluverð viðbrögð hafa verið frá íbúum Suðurnesja við pistli Kallsins á kassanum sem birtist í Víkurfréttum og á vf.is í morgun. Þórður M. Kjartansson skrifstofustjóri á Fiskmarkaði Suðurnesja sendi Kallinum á kassanum bréf þar sem hann lýsir skoðunum sínum á stöðu heilbrigðismála á Suðurnesjum. Þórður segir m.a. í bréfi sínu: „Brottför Heilbrigðisráðherrans til Kína á sama tíma er ein mesta vanvirðing sem sýnd hefur verið Suðurnesjamönnum í háa herrans tíð. Hann átti í það minnsta að vera búinn að klára málið áður en hann fór út.“Það er með öllu óþolandi það ástand að 16.000 manna svæði fái ekki heimilislæknaþjónustu. Það heyrist varla múkk frá þingmönnum svæðisins og stjórn Heilbrigðiststofnunarinnar virðist ekki vera að vinna vinnuna sína. Sama hvar þeir standa í flokki. Heilbrigðismál er heilagt mál í siðuðu allsnægtasamfélagi á 21. öldinni.

Við sættum okkur ekki við minni þjónustu en var áður en læknarnir gengu út. Hún var í algeru lágmarki þá þegar og Heilbrigðisstofnunin í fjársvelti hjá ráðherra í meira en áratug á meðan annað er upp á teningnum t.d. á Vesturlandi.

Brottför Heilbrigðisráðherrans til Kína á sama tíma er ein mesta vanvirðing sem sýnd hefur verið Suðurnesjamönnum í háa herrans tíð. Hann átti í það minnsta að vera búinn að klára málið áður en hann fór út.

Við megum þakka fyrir að ekki hefur orðið stórslys eða manntjón vegna þessa ástands.

Opinn fundur vegna ástandsins er alger nauðsyn til að sýna ráðamönnum að við sættum okkur ekki við töf á því að heimilislæknar hefji störf.


Bestu kveðjur,

Þórður M. Kjartansson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024