Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Við þurfum Önnu Margréti Guðjónsdóttur á Alþingi
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 16:14

Við þurfum Önnu Margréti Guðjónsdóttur á Alþingi

Það er ljóst öllum þeim er vilja vita að margt að flest það er þeir andstæðingar aðildarviðræðna setja inn í umræðuna er hræðsluáróður byggður á vanþekkingu, og þeirri hugsun þeirra að þjóðin sem hingað til hefur tekist ágætlega að stýra sínum eigin málum sé ekki treystandi til ákveða þetta nú þegar ljóst er að úrræða er þörf.

Að undanförnu hafa hefur umræðan um aðildarviðræður við ESB orðið stöðugt háværari.  Flestir flokkarnir talað á móti aðild að undanskilinni Samfylkingunni.  Hún hefur í áraraðir haft það á stefnuskrá sinni að fara bæri í aðildarviðræður við ESB og að þjóðin kjósi svo um þann samning sem þá næðist.

Andstæðingar aðildarviðræðna halda því fram að aðildarviðræður sem gætu tekið langan tíma sé ekki málið nú, þegar vandamálin eru svo mikil og mörg.  Nú sé tími slökkvistarfsins en ekki fyrirbyggjandi aðgerða. Samfylkingin tekur ekki undir það.  Það er fyrirséð að krónan okkar verður ekki sú mynt sem tryggir hag heimila landsins best. Hún hefur ekki þann styrk sem þarf, og á því frekar heima á Þjóðminjasafninu.

Nú í fyrsta sinn eru aðildarviðræður að ESB raunverulegt kosningamál, mál sem úrræðalausir og ákvaðanafælnir hafa ekki viljað að kæmist á dagskrá.

Þeir vilja frekar vísa því til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða bara hvert sem er annað en til þeirra sem eitthvað hafa um málið að segja. Viljum við vinna okkur út úr þeim vanda er fyrir liggur eða hætta á annað hrun með meðfylgjandi landflótta og fátækt. Þetta er grundvallarspurning þessara kosninga.

Það er mikilvægt að væntanlegir Alþingismenn hafi þekkingu á þessu máli.  Að þeir viti hvaða gildrur þarf að varast og þekki þær leiðir sem hægt er að fara til að forðast þær..
Nú getum við hér í Suðurkjördæmi tryggt okkur enn einn fulltrúa sem þekkir þetta mál vel.  Þessi frambjóðandi er Anna Margrét Guðjónsdóttir.  Hún vinnur á vegum Smabands íslenskra sveitarfélaga hjá Evrópusambandinu.

Það er raunhæfur möguleiki að fjórði maður á lista Samfylkingarinnar nái kjöri. Það næst með samstilltu átaki þeirra er átta sig á  nauðsyn þess að aðildarviðræður við ESB hefjist sem fyrst.  Þannig eru mestar líkur á að hægt verði að koma í veg fyrir fólksflótta og aukna fátækt.

Við þurfum á þekkingu Önnu Margrétar Guðjónsdóttur að halda á Alþingi.  Tryggjum hennar kjör á laugardaginn með því að kjósa hana á Alþingi.

Steinþór Geirdal Jóhannsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024