Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Við höldum áfram og gefumst aldrei upp!
  • Við höldum áfram og gefumst aldrei upp!
Miðvikudagur 21. maí 2014 kl. 12:34

Við höldum áfram og gefumst aldrei upp!

Guðmundur Pétursson skrifar.

Gott getur verið að rifja upp af og til hvað hefur áunnist í atvinnumálum í Reykjanesbæ undanfarin ár. Þar telja margir að lítið hafi gerst enda verið bið eftir að stóru atvinnutækifærin skili sér í Helguvík. Á sama tíma og við höfum beðið eftir þeim hefur afar margt jákvætt gerst á síðustu fjórum árum og er ánægjulegt að sjá að fjárfesting í aðstöðu fyrir atvinnulífið sé að byrja að skila sér.

Það þarf að undirbúa, fjárfesta og vera tilbúin þegar kallið kemur frá fjárfestum og velja inn þau verkefni sem passa inn í umherfið hjá okkur. Þetta er það sem við sjálfstæðismenn höfum verið að gera undanfarin ár og tekist vel upp þrátt fyrir brottfall Varnarliðsins og ýmsar utanaðkomandi aðstæður sem hafa hrjáð heimsbyggðina síðan 2008.  Ég ætla að tæpa á helstu verkefnunum sem við höfum séð ganga eftir á síðustu árum.

* Ásbrú - stærsta frumkvöðlasetur landsins. Þar starfa nú yfir 600 einstaklingar í meira en 100 fyrirtækjum og stofnunum.
* Stolt Seafarm á Reykjanesi. Þar starfa í dag um 30 starfsmenn en verða 80 þegar uppbyggingu verður að fullu lokið.
* Verne Global – gagnaver á Ásbrú. Fjöldi starfsmanna þar er nú um 20 en verða 40 síðar á árinu.
* Hjúkrunarheimilið á Nesvöllum. Meira en 100 starfsmenn starfa við hjúkrunarheimilið og yfir 160 starfsmenn á Nesvöllum í heild.
* Codland, heilsuvöruverksmiðja á Reykjanesi. Þar starfa í dag um 20 starfsmenn.
* Keilir – menntasetur á Ásbrú. Meira en 100 starfsmenn eru við störf í kringum Keili.
* Hljómahöllin. Þar starfa um 3-5 starfsmenn en umsvif í kringum húsið kallar á mikla þjónustu fjölmargra aðila.
* Algalíf, þörungagróðurhús á Ásbrú. Starfmannafjöldi um 25 en verða 50 þegar framleiðsla er komin á fullt.
*Advania gagnaver Fitjum. Uppbygging hússins stendur yfir. Þar starfa nú um 50-60 starfsmenn við byggingu hússins.

Mörg verkefni hafa auk þess kallað á aukin starfsmannafjölda. Þar má nefna ferðaþjónustuaðila sem starfa á Ásbrú. 350 milljón króna verkefni við endurnýjun raflagna á vegum Landhelgisgæslunnar á Ásbrú skapar mörgum rafverktökum störf og stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er að hefjast en þar verður reist um 5000 fermetra stækkun sem fyrir tæplega 3000 milljónir króna.

Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leggja höfuðáherslu á að fjölga störfum sem veita íbúum góð laun.

Guðmundur Pétursson
frambjóðandi á D-lista Sjálfstæðisflokksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024