Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Við getum það ef við viljum
Fimmtudagur 25. mars 2004 kl. 12:28

Við getum það ef við viljum

Það varð uppi fótur og fit á Keflavíkurbryggju í gær þegar fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar Augnsýnar hlupu apríl í júní. Samkvæmt heimildum Svart & Sykurlaust fékk fréttadeildin ábendingu um að hinn heimsþekkti kvikmyndaleikari Sean Connery væri um borð í lúxusfleyi sem bundið er við bryggju í Keflavík. Rauk fréttadeildin á áhafnarmeðlimi bátsins og í offorsi var spurt hvort Sean Connery væri um borð. Áhafnarmeðlimurinn varð nokkuð hissa á þessari uppákomu en áttaði sig fljótlega á að um grín væri að ræða og svaraði: „Nei, en Harrison Ford er hér um borð,“ og síðan skellihló áhöfnin.
Ekki fer neinum sögum af því hvernig fréttamenn Augnsýnar tóku þessu síðbúna aprílgabbi, en heimildarmaður Svart & Sykurlaust sem þekkir til fréttadeildar stöðvarinnar segir að þegar ábending komi næst um frægan einstakling á Suðurnesjum, þá verði farið hægar í sakirnar.
Fréttamenn stöðvarinnar sáust taka viðtal við áhafnarmeðlim bátsins en ekki er vitað hvort meðlimurinn hafi verið spurður hvort hann hafi einhvern tíma hitt Sean Connery.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024