Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 2. október 2008 kl. 15:18

Vetrastarf Kvenfélags Keflavíkur að hefjast

Sælar konur á Suðurnesjum. Nú hefur Kvenfélag Keflavíkur enn einu sinni vetrarstarf sitt og er fyrsti fundur 6. okt kl. 19:30. að Smiðjuvöllum 8.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kvenfélagið er alltaf með fund fyrsta mánudag í mánuði. Við fundum október, nóvember og desember en tökum okkur frí í janúar. Aðalfundur er haldinn í febrúar, við fundum í mars en frí í apríl. Hattafundur er í maí sem er jafnframt síðasti fundur starfsársins. Árlega förum við í óvissuferð 19.júní og heppnast hún alltaf mjög vel.

Kvenfélagið er með jólakortasölu á hverju ári. Kortið er alltaf unnið af Keflvískri listakonu. Fyrsta sunnudag í aðventu er Aðventukaffi fyrir eldri borgara í samvinnu við Sparisjóð Keflavíkur og Tómstundaráð Reykjanesbæjar og á 17.júní er kaffi sem er mjög vinsælt og eru þetta aðalfjáraflanir okkar.

Allar konur velkomnar í félgagsskapinn

Nú biðlum við til ykkar konur, komið á fund og sjáið hvað við erum að gera. Því fylgir góð tilfinning að geta hjálpað þeim sem minna mega sín, við erum líknarfélag sem höfum látið margt gott af okkur leiða í bænum okkar.
Ekki er dýrt að vera félagi í Kvenfélaginu aðeins 2000 kr. ársgjald sem telst ekki mikið í dag.


Fundir byrja kl.20 og reynum við að ljúka þeim kl.22.


Kæru konur komið á fund og kynnist okkur, kannski líkar ykkur það sem við erum að gera. Við tökum vel á móti ykkur.
Á fyrsta fundi mánudaginn 6.október, verður snyrtivörukynning og Bingó.


Mætið allar


Stjórnin