Vetrarstarf Keflavíkurkirkju
Kirkjukór Keflavíkurkirkju er að hefja vetrarstarfsemi sína undir stjórn Hákonar Leifssonar í næstu viku. Á síðastliðnum vetri var boðið upp á söngkennslu við kórinn með framúrskarandi árangri. Þess vegna hefur verið ákveðið að gera söngkennslu að föstum lið við starfsemi kórsins. Veg og vanda að kennslunni hefur Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona. Ragnheiður er Suðurnesjabúum vel kunn fyrir störf sín við tónlistarskóla bæjarfélagsins um áratuga skeið. Kirkjukórinn æfir að jafnaði á miðvikudögum klukkan 19:30 í safnaðheimili kirkjunnar Kirkjulundi. Kórinn heldur að jafnaði að minnsta kosti tvenna tónleika á ári jafnframt því að sinna athöfnum í kirkjunni. Ráðgert er að halda eina tónleika í samvinnu við Þórir Baldursson í vetur þar sem sungin verða lög sem flokka mætti undir sígilda dægurtónslist, þá með skírskotun til dægurperla af svæðinu. Eins mun kórinn einnig halda sína árlegu aðventu tónleika í Desember. Starf í kórnum er mjög gefandi starf. Nokkuð sveigjanlegt er hvert vinnu framlag hvers og eins er mikið. Sumir meðlimir kórsins leggja á sig mjög mikla vinnu en aðrir talsvert minna og hvoru tveggja vel séð. Vettvangur kórsins eru allar stærri athafnir í kirkjunnar, Hátíðar messur, jarðarfarir, tónleikar og ýmsar smærri athafnir.. Þátttaka hvers og eins í þessum athöfnum miðast við persónulega getu og þarfir viðkomandi. Kórstarfið er í stöðugri uppsveiflu og andinn
góður. Áhugasömu söngfólki bæði í karla og kvenröddum eru hvött þátttöku í starfi kórsins og bent að hafa samband Hákon Leifsson í síma 8487680 eðanetfang [email protected]
góður. Áhugasömu söngfólki bæði í karla og kvenröddum eru hvött þátttöku í starfi kórsins og bent að hafa samband Hákon Leifsson í síma 8487680 eðanetfang [email protected]