Vetrarstarf Keflavíkurkirkju
Vetrarstarf Keflavíkurkirkju er hafið fyrir nokkru. Stefnt er að þróttmiklu vetrarstarfi eins og oft áður.
Barnastarf
Prestar safnaðarins hafa gefið út messuskrá fyrir mánuðina september og október. Messað verður kl. 11 alla sunnudaga og jafnframt verður barnastarf í safnaðarheimilinu Kirkjulundi á svipaðan hátt og undanfarin ár. Í starfsmannahópi sunnudagaskólans eru Elín Njálsdóttir, Laufey Gísladóttir, Helgi Már Hannesson, Sigríður Karlsdóttir, Brynja Dís Gunnarsdóttir, Þóra Jenný Benónýsdóttir og sr. Sigfús Baldvin Ingvason.
Kyrrðar- og fyrirbænastund
Á miðvikudögum í hverri viku verður kyrrðar og fyrirbænastund í í kapellu Vonarinnar kl. 12.10 fyrir alla aldursflokka og svo súpa, salat og brauð á vægu verði kl 12.25. Umsjón hefur Ástríður Helga Sigurðardóttir cand theol.
Nýung í starfi kirkjunnar er stofnun barnakórs sem hinn nýji organisti kirkjunnar Hákon Leifsson sér um. Æfingar verða á miðvikudögum kl. 16.00 en kirkjukórinn er með æfingar einnig á miðvikudögum kl 19.30 til 22.30.
Alfa námskeið
Alfa námskeið hefjast í Kirkjulundi þann 19. sept. kl .19 undir stjórn Ragnars Snæs Karlssonar og Málfríðar Jóhannsdóttur og sr. Sigfúsar Ingvasonar og Laufeyjar Gísladóttur og nú er boðið upp á það nýmæli að hafa framhaldsnámskeið Alfa 2 sem verður á sama tíma og á sömu kvöldum. Munu þátttakendur námskeiðanna borða saman en síðan skiptist fræðslan í venjulegt Alfa námskeið og Alfa 2. Bókin sem lögð er til grundvallar á námskeiði 2 er eftir höfund Alfa námskeiðanna Nicky Gumbel og kallast „Líf á nýjum nótum.”
Erindi
Fyrirhugað er að Dr. Sigurlína Davíðsdóttir haldi erindi um streitu lífshætti og heilsufar þann 20. október kl. 10-12 og 13-14. Einnig er ráðgert er að Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson ræði efnið „Öruggt sjálfstraust“ þann 17. nóv. kl. 10-12 og 13-14. Í bæði skiptin verður léttur hádesisverður í boði.
Kirkjudagur
Fram hefur komið tillaga um að félagsamtökum og starfsmannahópum verði boðið upp á að velji sér sérstakan sunnudag sem kirkjudag og mæti þar og taki þátt í messugjörðinni. Tvö félög hafa þegar tekið upp þennan sið, og mun verða haft samband á næstunni við starfsmannahópa og félagsamtök í sókninni þessu viðvíkjandi.
Tökum þátt í kirkjulegu starfi,
Keflavíkurkirkja
Barnastarf
Prestar safnaðarins hafa gefið út messuskrá fyrir mánuðina september og október. Messað verður kl. 11 alla sunnudaga og jafnframt verður barnastarf í safnaðarheimilinu Kirkjulundi á svipaðan hátt og undanfarin ár. Í starfsmannahópi sunnudagaskólans eru Elín Njálsdóttir, Laufey Gísladóttir, Helgi Már Hannesson, Sigríður Karlsdóttir, Brynja Dís Gunnarsdóttir, Þóra Jenný Benónýsdóttir og sr. Sigfús Baldvin Ingvason.
Kyrrðar- og fyrirbænastund
Á miðvikudögum í hverri viku verður kyrrðar og fyrirbænastund í í kapellu Vonarinnar kl. 12.10 fyrir alla aldursflokka og svo súpa, salat og brauð á vægu verði kl 12.25. Umsjón hefur Ástríður Helga Sigurðardóttir cand theol.
Nýung í starfi kirkjunnar er stofnun barnakórs sem hinn nýji organisti kirkjunnar Hákon Leifsson sér um. Æfingar verða á miðvikudögum kl. 16.00 en kirkjukórinn er með æfingar einnig á miðvikudögum kl 19.30 til 22.30.
Alfa námskeið
Alfa námskeið hefjast í Kirkjulundi þann 19. sept. kl .19 undir stjórn Ragnars Snæs Karlssonar og Málfríðar Jóhannsdóttur og sr. Sigfúsar Ingvasonar og Laufeyjar Gísladóttur og nú er boðið upp á það nýmæli að hafa framhaldsnámskeið Alfa 2 sem verður á sama tíma og á sömu kvöldum. Munu þátttakendur námskeiðanna borða saman en síðan skiptist fræðslan í venjulegt Alfa námskeið og Alfa 2. Bókin sem lögð er til grundvallar á námskeiði 2 er eftir höfund Alfa námskeiðanna Nicky Gumbel og kallast „Líf á nýjum nótum.”
Erindi
Fyrirhugað er að Dr. Sigurlína Davíðsdóttir haldi erindi um streitu lífshætti og heilsufar þann 20. október kl. 10-12 og 13-14. Einnig er ráðgert er að Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson ræði efnið „Öruggt sjálfstraust“ þann 17. nóv. kl. 10-12 og 13-14. Í bæði skiptin verður léttur hádesisverður í boði.
Kirkjudagur
Fram hefur komið tillaga um að félagsamtökum og starfsmannahópum verði boðið upp á að velji sér sérstakan sunnudag sem kirkjudag og mæti þar og taki þátt í messugjörðinni. Tvö félög hafa þegar tekið upp þennan sið, og mun verða haft samband á næstunni við starfsmannahópa og félagsamtök í sókninni þessu viðvíkjandi.
Tökum þátt í kirkjulegu starfi,
Keflavíkurkirkja