Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 16. september 2002 kl. 21:35

Vetrarstarf Fjörheima hafið af krafti!

Félagsmiðstöðin Fjörheimar opnaði 2. september síðastliðinn eftir sumarleyfi. Mikil og góð mæting er búin að vera fyrstu dagana. Opið er alla virka daga frá 14:00 til 18:00 og einnig á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá 19:30 til 21:30. Nánari uppl. um dagskrá er hægt að nálgast á www.fjorheimar.is. Plötusnúðanámskeið SamSuð 2002 var haldið laugardaginn 14. september í Fjörheimum. Kennarar voru þeir Siggi Hlö og Baddi sem kenndur er við Rugl.is. Unglingarnir voru mjög ánægð með tilsögn þeirra þar sem þeir eru atvinnuplötusnúðar.Undirritaður hefur gengið í allar skólastofur í 8. 9. og 10. bekk grunnskóla Reykjanesbæjar og kynnt dagskrá Fjörheima og starfsemi Útideildar Reykjanesbæjar. Einnig hafa unglingarnir fengið sendan heim bækling með dagskrá Fjörheima.

Útideild Reykjanesbæjar:
Starfsmenn Fjörheima eru einnig starfsmenn Útideildar. Starfsfólk Útideildar vill minna á útivistartíma barna og unglinga í Reykjanesbæ en sem kunnugt er að þá mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 frá 1. sept til 1. maí nema í fylgd með fullorðnum.
Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 frá 1. sept. til 1. maí nema í fylgd með fullorðnum*

*Undanskilið bein heimleið frá viðurkenndri skóla- íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Skv. 57. grein laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna.

Hafþór Barði Birgisson
Forstöðumaður Fjörheima
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024