Versnandi atvinnuástand, segir Ketill hjá vinnumiðlun
Atvinnuástand á Suðurnesjum hefur heldur versnað fyrstu mánuði ársins hefur heldur versnað ef miðað er við tvö síðustu ár þ.e. 2000 og 2001. Ástandið núna er líkt og árið 1999 hvað fjölda atvinnulausra snertir en ólíkt hvað kynjahlutfall snertir þar sem karlmönnum á atvinnuleysisskrá hefur fjölgað umtalsvert.Í lok mars eru 93 karlar atvinnulausir á Suðurnesjum á móti 146 konum. Flestir eru ófaglærðir.
Hvað varðar atvinnuleysi karla þá má um kenna samdrætti í byggingageiranum og í verktakastarfsemi. Einnig hefur borið á uppsögn sjómanna þar sem verið er að leggja mörgum smærri bátanna vegna kvótaleysis og erfiðrar fjárhagsstöðu.
Samdráttur hefur einnig átt sér stað í verslunargeiranum, smærri verslunum fækkar á kostnað hinna stóru.
Eins og venjulega á þessum árstíma er verið að ráða fólk til sumarafleysinga og gengur það nokkuð greitt fyrir sig. Ástandið fram undan er nokkuð bjart en aftur á móti eru blikur á lofti varðandi næsta haust og vetur. Ef fram heldur sem horfir í sjávarútveginum þá kemur til með að fækka starfsfólki í fiskvinnslunni. Flugleiðir hafa gefið út yfirlýsingu um samdrátt í flugi á Bandaríkin nánar tiltekið New York en ferðir þangað verða lagðar niður á haustdögum í ár fram til næsta vors árið 2003.
Það er bót í máli enn sem komið er að lítið er um langtíma atvinnulaust fólk á skrá. Meðal viðverutími á skránni hefur verið í kringum 3 mánuðir og telst það nokkuð gott.
Þau úrræði sem hafa verið í gangi hjá Vinnumiðlun fyrir atvinnulausa hafa bæði verið miðuð við hópa og einstaklinga. Fyrir hópa hafa tölvunámskeið og " að sækja um vinnu" verið helst í boði en vinnuvélanámskeið og meirapróf verið einstaklingsmiðaðri og þá í samvinnu við stéttarfélag viðkomandi atvinnuleitanda.
Þrátt fyrir bjartsýni erum við sannfærð um það að hlúa þurfi betur að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er á svæðinu og vera opin fyrir nýjum tækifærum.
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jósefsson
Hvað varðar atvinnuleysi karla þá má um kenna samdrætti í byggingageiranum og í verktakastarfsemi. Einnig hefur borið á uppsögn sjómanna þar sem verið er að leggja mörgum smærri bátanna vegna kvótaleysis og erfiðrar fjárhagsstöðu.
Samdráttur hefur einnig átt sér stað í verslunargeiranum, smærri verslunum fækkar á kostnað hinna stóru.
Eins og venjulega á þessum árstíma er verið að ráða fólk til sumarafleysinga og gengur það nokkuð greitt fyrir sig. Ástandið fram undan er nokkuð bjart en aftur á móti eru blikur á lofti varðandi næsta haust og vetur. Ef fram heldur sem horfir í sjávarútveginum þá kemur til með að fækka starfsfólki í fiskvinnslunni. Flugleiðir hafa gefið út yfirlýsingu um samdrátt í flugi á Bandaríkin nánar tiltekið New York en ferðir þangað verða lagðar niður á haustdögum í ár fram til næsta vors árið 2003.
Það er bót í máli enn sem komið er að lítið er um langtíma atvinnulaust fólk á skrá. Meðal viðverutími á skránni hefur verið í kringum 3 mánuðir og telst það nokkuð gott.
Þau úrræði sem hafa verið í gangi hjá Vinnumiðlun fyrir atvinnulausa hafa bæði verið miðuð við hópa og einstaklinga. Fyrir hópa hafa tölvunámskeið og " að sækja um vinnu" verið helst í boði en vinnuvélanámskeið og meirapróf verið einstaklingsmiðaðri og þá í samvinnu við stéttarfélag viðkomandi atvinnuleitanda.
Þrátt fyrir bjartsýni erum við sannfærð um það að hlúa þurfi betur að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er á svæðinu og vera opin fyrir nýjum tækifærum.
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jósefsson