Verndum Stapagötuna fyrir lúpínu
Fyrsta vinnuferð Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd í sumar er á Vogastapa næst Vogum, að kvöldi fimmtud. 21. maí kl 19.
Sjálfboðaliðum sem þar mæta gefst kostur á að kynnast Stapagötunni, gamalli þjóðleið milli Voga og Njarðvíkur, og taka þátt í vinnu við að stöðva framrás lúpínu sem annars mun hylja götuna; og kynnast aðferðum við að hafa hemil á lúpínu sem er hreint ekki einfalt. Framhald af verkefni undanfarinna ára.
Boðið verður upp á smá hressingu úti í guðsgrænni náttúrunni og kynningu á umhverfinu.
Mæting við Íþróttamiðstöðina í Vogum kl. 19 - eða á Vogastapa 19:15 þeir sem til þekkja.
Umsjón: Þorvaldur Örn sími 895 6841.
Hafið samband þeir sem vilja sitja í eða taka farþega af höfuðborgarsvæðinu eða Reykjanesbæ, (til að nýta bílana betur).
Allir velkomnir, ungir sem gamlir, Suðurnesjamenn sem aðrir!
Margar hendur vinna létt verk - og ungur nemur, gamall temur.