Vel sóttur fundur í Höfnum
Frambjóðendur D-lista kynntu stefnuskrá flokksins á hverfafundi í Höfnum á miðvikudagskvöld. Fundurinn var haldinn í Sæfiskasafninu og heppnaðist í alla staði mjög vel. Hátt í 40 manns mættu, sem er hátt í þriðjungur af íbúum Hafna.Frambjóðendur fengu fjöldann allan af fyrirspurnum og ábendingum frá gestum. Einnig kynnti eigandi safnsins Jón Gunnlaugsson starfsemi Sæfiskasafnsins og bauð upp á veitingar, segir í frétt frá Sjálfstæðismönnum.