Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 27. nóvember 2002 kl. 21:13

Vel sóttur borgarafundur til stuðnings Kristjáni Pálssyni

Um 300 manns mættu á borgarafund sem haldinn var í Stapa í Njarðvík í kvöld til stuðnings Kristjáni Pálssyni alþingismanni. Á fundinum sagði Kristján að hann trúði því ekki að hans nafn væri ekki á lista uppstillingarnefndar. Kristján sagði það ótrúlegt að þessi 19 manna hópur sem situr í kjörnefndinni hefði það ekki að leiðarljósi að hann væri sitjandi þingmaður og hefði öðlast mikla reynslu á átta ára þingmennsku sinni. Í máli Kristjáns kom fram að hann teldi uppstillinganefndina starfa án þess að hafa vilja fólksins að leiðarljósi með því að setja hann út af listanum. Kristján sagði að hann gæti með engu móti skilið þá ákvörðun að hann væri ekki á listanum og að hann gæti aldrei sætt sig við tillögu kjörnefndar. Í lok ræðu sinnar sagði Kristján: "Við Suðurnesjamenn munum aldrei láta vaða yfir okkur með þessum hætti, þegjandi og hljóðalaust."
Fjölmargir stuðningsmenn Kristjáns tóku til máls og mótmæltu því harðlega að til stæði að útiloka Kristján af lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt:

"Borgarafundur haldinn í Stapa Reykjanesbæ mótmælir harðlega að til standi af uppstillinganefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að útiloka Kristján Pálsson alþingismann frá þingsæti. Kristján hefur gengt þingmennsku í 8 ár og sinnt starfi sínu með prýði og staðið vörð um hagsmuni Suðurnesjamanna og landsmanna allra. Borgarafundurinn krefst þess að uppstillinganefndin endurskoði afstöðu sína og stilli Kristjáni Pálssyni á listann í öruggt þingsæti."
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024