Vel heppnuð skötuveisla unglingaráðs Víðis í Garði
Hin árlega skötuveisla unglingaráðs Víðis í Garði var haldin í samkomuhúsinu föstudaginn 21. desember 2007 þar sem á fjórða hundrað manns mætti og gæddi sér á glæsilegu hlaðborði. Boðið var upp á skötu, siginn fisk, plokkfisk, saltfisk og tilheyrandi meðlæti.
Viljum við koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem gáfu vinnu sína, hráefni og góðan stuðning, Dóra og Gústu í H. Péturssyni, Rabba og Reyni Guðbergssonum, Samkaup og öllum þeim sem unnu fyrir okkur á sjálfan skötudaginn.
Einnig þökkum við þeim sem mættu og lögðu í leiðinni góðu málefni lið.
Bestu kveðjur
Unglingaráð Víðis í Garði
Viljum við koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem gáfu vinnu sína, hráefni og góðan stuðning, Dóra og Gústu í H. Péturssyni, Rabba og Reyni Guðbergssonum, Samkaup og öllum þeim sem unnu fyrir okkur á sjálfan skötudaginn.
Einnig þökkum við þeim sem mættu og lögðu í leiðinni góðu málefni lið.
Bestu kveðjur
Unglingaráð Víðis í Garði