Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vegna umfjöllunar skammtímavistunina að Heiðarholti
Þriðjudagur 20. nóvember 2012 kl. 11:31

Vegna umfjöllunar skammtímavistunina að Heiðarholti

Á vef Víkurfrétta birtist, þann 19. nóvember, frétt um meint harðræði gegn fötluðum einstaklingi á skammtímavistuninni Heiðarholti.  Félagsþjónustunni barst kvörtun þess efnis og var þegar óskað eftir athugun óháðra aðila á því hvort vikið hafi verið frá verklagsreglum og hvort gengið hafi verið á réttindi einstaklingsins.

Félagsþjónustunni er óheimilt að fjalla opinberlega um mál einstaklinga og harmar að farið skuli með málið í fjölmiðla með þeim hætti sem gerst hefur.

Kristín Þyri Þorsteinsdóttir,
félagsmálastjóri sveitarfélaganna Sandgerðis, Garðs og Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024