Vegna nýlegra athugasemda um þjónustu heilsugæslu HSS
Í kjölfar athugasemda um þjónustu á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) vill undirritaður gera grein fyrir nokkrum atriðum málsins.
Að undanförnu hefur biðtími eftir almennri móttöku á heilsugæslunni verið talsvert lengri en æskilegt er. Ástæður þess eru nokkrar en í hnotskurn hefur staðan verið þannig að vegna sumarleyfa, fæðingarorlofa, námsleyfa og vaktafría hefur læknamönnun heilsugæslunnar verið með minnsta móti.
Nú er sumarleyfistíminn að baki og betur horfir til með mönnun nú í haust og vetur en verið hefur frá því heilsugæslulæknar hurfu frá HSS síðla árs 2002. Það hefur tekið vel á fjórða ár að koma þjónustunni aftur á réttan kjöl en nú er staðan sú að biðtími eftir röðuðum tímum hjá heilsugæslulæknum mun styttast verulega á næstu vikum.
Álag á vaktmóttöku hefur verið mikið meðal annars vegna þess að biðtími eftir röðuðum tímum er of langur. Vegna þessa langa biðtíma hefur álagið á vaktmóttökuna einnig verið meira fyrir vikið. Á vaktmóttökunni starfa á hverjum tíma tveir læknar sem sitja ekki auðum höndum. Tveir tímar eru vissulega langur tími þegar beðið er, en þykir almennt ekki langur tími eftir vaktþjónustu utan hefðbundins vinnutíma. Álagið ætti hins vegar að breytast með betri mönnun og nýju skipulagi bráðaþjónustunnar sem verður tekið upp þann 9. október næstkomandi.
Stöðugt er unnið að því að gera þjónustu HSS betri og skilvirkari. Athugasemdir frá notendum þjónustunnar eru mikilvægur þáttur í því ferli og eru þær ávallt skoðaðar vandlega. Við hvetjum hins vegar til þess að þær berist beint til okkar en ekki í gegnum fjölmiðla.
Sigurjón Kristinsson yfirlæknir heilsugæslu HSS
Að undanförnu hefur biðtími eftir almennri móttöku á heilsugæslunni verið talsvert lengri en æskilegt er. Ástæður þess eru nokkrar en í hnotskurn hefur staðan verið þannig að vegna sumarleyfa, fæðingarorlofa, námsleyfa og vaktafría hefur læknamönnun heilsugæslunnar verið með minnsta móti.
Nú er sumarleyfistíminn að baki og betur horfir til með mönnun nú í haust og vetur en verið hefur frá því heilsugæslulæknar hurfu frá HSS síðla árs 2002. Það hefur tekið vel á fjórða ár að koma þjónustunni aftur á réttan kjöl en nú er staðan sú að biðtími eftir röðuðum tímum hjá heilsugæslulæknum mun styttast verulega á næstu vikum.
Álag á vaktmóttöku hefur verið mikið meðal annars vegna þess að biðtími eftir röðuðum tímum er of langur. Vegna þessa langa biðtíma hefur álagið á vaktmóttökuna einnig verið meira fyrir vikið. Á vaktmóttökunni starfa á hverjum tíma tveir læknar sem sitja ekki auðum höndum. Tveir tímar eru vissulega langur tími þegar beðið er, en þykir almennt ekki langur tími eftir vaktþjónustu utan hefðbundins vinnutíma. Álagið ætti hins vegar að breytast með betri mönnun og nýju skipulagi bráðaþjónustunnar sem verður tekið upp þann 9. október næstkomandi.
Stöðugt er unnið að því að gera þjónustu HSS betri og skilvirkari. Athugasemdir frá notendum þjónustunnar eru mikilvægur þáttur í því ferli og eru þær ávallt skoðaðar vandlega. Við hvetjum hins vegar til þess að þær berist beint til okkar en ekki í gegnum fjölmiðla.
Sigurjón Kristinsson yfirlæknir heilsugæslu HSS