Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 29. maí 2008 kl. 18:07

Vegna greinar í DV í síðustu viku

Vegna greinar í DV í síðustu viku, um að Sigmundur Eyþórsson slökkvistjóri Brunavarna Suðurnesja(BS)leyfi hleranir að útkallsrásum (BS) langar mig að velta upp nokkrum spurningum er varðar persónuvernd og fleira. 

Ef skoðað er reglugerð númer 792/2001 19.gr er komið inn á þagnarskyldu slökkviliðsmanna og er hún svo hljóðandi:
&#822219. gr.
Slökkviliðsmönnum er skylt að gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt þeir láti af störfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki get ég séð að þarna er þagmælsku gætt. Með því að láta fjölmiðla fá aðgang að útkallsrásum (BS).

Einnig kemur fram að Sverrir Björn Björnsson formaður Landsambands Slökkviliðs-og sjúkraflutingamanna sé mjög undrandi á þessu, enda segir Sverrir að það fari mikið af persónulegum upplýsingum í gegnum útkallskerfið.

Einnig fæ ég ekki það skilið að fjölmiðlamenn séu hluti af björgunarferli, ég hef talað við nokkra lögreglumenn og fleiri sem koma að björgun, og eru þeir allir á sama máli að slíkt sé ekki þ.e.a.s að fjölmiðlamenn séu einhver hluti að björgunarferli.

Annað sem ég velti fyrir mér að lögreglumenn sem þurfa starfs sins vegna að fara inn á útkallsrás (BS) þá heyra allir væntanlega sem hafa aðganga að áðurnefndri rás fjarskipti lögreglu og starfsmanna (BS), telur lögreglan á Suðurnesjun slíkt vera í lagi ?

Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja, telur það sé allt í lagi að fjölmiðlar hafi aðgang og heyri þeirra samkipti við sjúkraflutningsmenn?

Ekki tel ég að starfsmenn BS geti unað slíkum vinnubrögðum Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra BS, enda sendu þeir frá sér ályktun sem þeir harma ákvörðun hans og sögðust ekki hafa vitneskju um að fjölmiðlar höfðu aðgang að fjarskipta-kerfinu.

Ég trúí því og treysti að slökkvistjóri sjái að sér og taki umræddar talsstöðvar til baka og passar að slíkt komi ekki fyrir aftur, enda ólíðandi með öllu og lögreglan á Suðurnesjum sem og starfsmenn BS geti starfað án þess að fréttamenn séu að fylgjast með öllum þeirra samkiptum og oft mjög viðkvæmum persónulegum trúnaðarupplýsingum.


Virðarfyllst
Grétar Hermannsson.
Holtsgötu 18, 260 Njarðvík.