Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Varúð - Ungar framundan
Fimmtudagur 2. júní 2005 kl. 15:45

Varúð - Ungar framundan

Sumarið er komið og því fylgja farfuglarnir. Síðsumars í fyrra var vakin athygli á, að meðal okkar eru menn haldnir því að tortíma þessum gleðigjöfum. Það gerist með eggjaráni og þegar ungarnir skríða úr eggjunum, leika þeir sér að keyra yfir þá sem leita í hitann frá malbiki og malarvegum. Á köflum eru vegir þaktir dauðum ungum. Svo eru hálffleygir ungar sem keyrt er á og liggja limlestir í vegköntum og utan vega og bíða þar dauða síns.

Landeigendur reyna að verjast þessu með því að setja upp aðvaranir. Þessi ljótleiki er látinn viðgangast, þar til fólki sem ann náttúrinni ofbýður og skrifar í blöð, sem birta myndir af ósómanum og þar er spurt, hvort þetta samrýmist auglýstum fuglaskoðunarferðum sem fólk er hvatt til að taka þátt í. Sumstaðar er þá brugðist við og sett upp vegleg varúðarskilti. Benda má á að í umræddum skrifum var lagt til, að setja ætti tímabundnar veghindranir á viðkvæmustu staðina, meðan ungar kæmust á legg. Staðir þessir eru t.d.: Hraun við Grindavík, Vatnsleysustrandar vegur, milli Garðs og Sandgerðis, á kafla milli Sandgerðis og Hvalsness, vestan við Hafnir og úti á Reykjanesi þar sem sérstætt varp kríunnar ætti að vera í umsjón Náttúrufræðistofnunar Íslands. Kríuvarpi hefur hrakað stórum frá Suðurnesjum til Þorlákshafnar og eflaust víðar sem rekja má til gáleysis mannsins.

Sturlaugur Björnsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024