Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds
Þriðjudagur 8. ágúst 2006 kl. 17:28

Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Þar sem bandaríkjaher er nú á förum frá Íslandi þarf að tryggja hagsmuni Íslendinga er varða umhverfisgæði. Landvernd og systursamtök á Norðurlöndum beina því til ríkisstjórnar Íslands að sjá til þess að nauðsynlegar rannsóknir fari fram og að menguð svæði verði hreinsuð með fullnægjandi hætti á kostnað mengunarvalds í samræmi við mengunarbótaregluna.

Herinn hefur haft umsvif víðsvegar á Íslandi í hart nær sextíu ár. Víða um heim þar sem herstöðvar hafa verið starfræktar hefur slík starfsemi valdið umtalsverðri mengun í jarðvegi og grunnvatni. Ísland er engin undantekning í þeim efnum þar sem fundist hefur mengun sem rakin hefur verið til starfsemi bandaríkjahers á nokkrum svæðum á landinu.

Fjölmörg svæði eru órannsökuð hvað þennan þátt varðar og er því brýn þörf á rannsóknum þar sem þær eru forsenda þess að fullnægjandi hreinsun svæðanna geti átt sér stað. Rannsóknir af þessu tagi eru vandasamar, dýrar og tímafrekar enn engu að síður ber íslenskum stjórnvöldum að tryggja að þær verði framkvæmdar af óháðum aðilum undir yfirumsjón íslendinga.

Landvernd, Danmarks Naturfredningsforening, Norges Naturvernforbund, Finlands Naturskyddsförbund, Finlands Natur och Miljö, Ålands Natur och Miljö og Føroya Náttúrverndarfelag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024