Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 23. september 2003 kl. 11:01

Varðandi skemmtanir N.F.S.

Vegna fréttar sem birtist á blaðsíðu 4 í síðasta tölublaði Víkurfrétta undir heitinu „[ö]lvun unglinga á busaballi” vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Skýrar reglur eru um framkvæmd skemmtana á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja (hér eftir nefnt N.F.S.) sem háðar eru skemmtanaleyfi. Farið var í hvarvetna eftir þessum reglum á umræddri skemmtun. Fimm kennarar voru eftirlitsaðilar á skemmtuninni af hálfu skólans og telja þeir að umrædd skemmtun hafi farið vel fram og nemendur skemmt sér vel. Vissulega var eitthvað um það að nemendur mættu undir áhrifum áfengis þegar komið var á staðinn og var allmörgum gestum meinaður aðgangur vegna ölvunar. N.F.S. og skólinn hafa hingað til gripið til aðgerða gegn þeim nemendum sem virða ekki reglur um skemmtanahald á vegum N.F.S. Hvorki N.F.S né Fjölbrautaskóli Suðurnesja geta axlað ábyrgð á hegðan einstaklinga fyrir eða eftir dansleik, en telja verður nokkuð víst að umrædd tilvitnun um ölvun eigi við atburði sem gerst hafa utan hússins.

Meðferð áfengis og ólöglegra vímuefna eru ekki liðin á skemmtunum N.F.S. Erfitt er að eiga við þá einstaklinga sem hella í sig rétt áður en komið er á dansleik, en foreldrar gætu vissulega aðstoðað okkur kennara í forvörnum á einfaldan hátt, eins og t.d. með því keyra og sækja barnið sitt á sk

Kennari og tengiliður kennara við N.F.S ólaskemmtun.

Með vinsemd og virðingu

Atli Þorsteinsson

Kennari og tengiliður kennara við N.F.S

 

Frá ritstj.

Vegna ofanritaðs vilja Víkurfréttir árétta að fréttin í síðasta tölublaði Víkurfrétta var byggð á dagbók lögreglunnar í Keflavík sem má lesa á meðfylgjandi slóð.

http://www.logreglan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024