Valur Margeirsson: Leiðrétt útgáfa um tilurð Bláa lónsins
Hugleiðingar þær sem hér fara á eftir urðu til þegar mér var boðið að koma og vera viðstaddur þegar tekin yrði fyrsta hraunhellan vegna fyrirhugaðra nýframkvæmda nýrrar meðferðarstöðvar í Bláa lóninu fyrir Psoriasis sjúklinga. Þar var saman kominn heill her manna til að vera vitni að þessum miklu og nauðsynlegu framkvæmdum til handa psoriasis-sjúklingum þessa lands sem og annarra en eins og fram kom í ræðu manna, á að fara að leggja mun ríkari áherslu á að fá hingað útlendinga til meðferðar. Þessi athöfn var mjög virðuleg enda fjöldi fyrirmanna mættir á svæðið.
Það sem fékk mig hinsvegar til að stinga niður penna, var tækifærisræða nýja bæjarstjórans í Grindvík, sem þakkaði Heilsufélaginu fyrir farsæl störf um langan tíma og tók fram í leiðinni að “reykvískur psoriasis-sjúklingur” hefði fyrstur manna reynt lækningamáttinn þarna, þegar verið var að hefja hitaveituframkvæmdir á svæðinu.
Oft í gegnum árin hafa svona söguskýringar skotið upp kollinum, þegar Bláa lónið hefur borið á góma við hin ýmsu tækifæri. Má t.d. nefna þegar SPOEX samtök psoriasis og exemsjúklinga gaf út afmælisbækling í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Þar heldur Gísli Kristjánsson, sá ágæti maður því fram að hann eigi allan heiðurinn af því að hafa fundið upp lækningamáttinn í Bláa lóninu. Hann hafi dvalið þar langdvölum á hverjum degi á árunum 1978 til 1981. Engin hafi bara vitað af þessu og hann hafi bara viljað njóta þess aleinn í heiminum að fá lækningu þarna. Samt var hann í stjórn SPOEX á þessum árum og maður hefði haldið að hann hefði viljað deila þessum stórkostlega lækningamætti með félögunum. Nei aldeilis ekki, hann fór bara einn og sagði engum frá í heila tvo áratugi eða þar til viðtalið við hann er tekið á 30 ára afmæli félagsins. Fleiri svona söguskýringar hafa af og til skotist upp. Allir vilja Lilju kveðið hafa.
En þá er komið að því sem ég vildi sagt hafa. Það var ekki bara “einhver Reykvíkingur” og ekki heldur bara “Gísli Kristjánsson” eða einhverjir aðrir, sem böðuðu sig þarna fyrstir og fundu út að þessi affallssjór sem vall þarna upp úr iðrum jarðar, hefði þennan mikla lækningamátt sem raun ber vitni. Heldur var það undirritaður sjálfur sem baðaði sig þarna langfyrstur allra, til að kanna lækningamátt þessa affallssjávar, en á þeim tíma sögðu menn að ég hlyti að vera kolbrjálaður að ætla mér að taka þennan mikla sjéns og fara að baða mig í þessum “drullupolli” eins og yfirlæknirinn orðaði það, en það var í byrjun september 1981. Í fyrsta lagi væri botninn stórhættulegur vegna hvassra og beittra hraunnibba sem auðveldlega hefðu getað skaðað mann og í öðru lagi gætu ýmis eiturefni verið í þessum legi sem gætu verið stórskaðleg heilsunni, auk þess sem hitastigið væri mjög sveiflukennt og gætu menn því brennt sig alvarlega. Enginn vildi hleypa mér þarna ofan í og varð ég að fá sérstakt leyfi frá þáverandi hitaveitustjóra Ingólfi Aðalsteinssyni sem í upphafi neitaði mér alfarið um þessa “fífldjörfu ævintýramennsku” eins og hann orðaði það, enda hefðu menn forðast að komast í snertingu við þennan lög. En ég gafst ekki upp og að lokum samþykkti hitaveitustjórinn að líta í hina áttina, en þetta yrði alfarið á mína eigin ábyrgð. Það var því talsverð spenna meðal starfsmanna Hitaveitunnar, þegar ég mætti í fyrsta skipti til að baða mig, enda höfðu þeir á orði að ég væri sá fyrsti sem reyndi þessa böðun.
En svo ég geri langa sögu stutta að þá fann ég strax að þarna hafði eitthvað merkilegt átt sér stað. Mig hætti t.d. að klæja á 3ja degi og áður en mánuðurinn var liðinn var ég nánast blettalaus. Eitthvað sem ég hafði ekki verið, frá því að ég fékk sjúkdóminn á unga aldri.
Þegar fregnir spurðust út um þennan bata minn, kom dagblaðið Vísir að máli við mig til að forvitnast um það “kraftaverk”, sem þarna hafði átt sér stað og enginn hafði vitað um áður, endar var viðtalið tekið við mig sem upphafsmann böðunar þarna. Ég man að þessi ungi fréttamaður, vildi endilega kalla þetta svæði einhverju nafni, það hljómaði svo miklu betur í fréttinni, eins og hann orðaði það. Ég tjáði honum að þessar hitaveituframkvæmdir væru undir fjallinu Þorbirni, en ég kallaði sjálfan pollinn, Bláa lónið, því það var svo fagurblátt. Þarna kemur þetta orð í fyrsta skipti fram á prenti. Greinilega hefur mönnum litist vel á þetta nafn, því hún festist við staðinn eftir að ég hafði gefið staðnum þessa nafngift.
Ég vil því meina að ég undirritaður, sé upphafsmaður að kalla þennan stað, Bláa lónið, auk þess sem ég tel mig hafa verið fyrstan til að baða mig þarna til að kanna lækningamátt þessa jarðsjávar.
Ég minnist þess, að áður en ég fór í þessa böðun, að þá hafði ég samband við húðlækni minn, þar sem ég tjáði honum fyrirætlanir mínar. Hann hafði enga fordóma gagnvart þessum hugmyndum og hvatti mig til að prófa. Yfirlæknir húðdeildarinnar á Landspítalanum var hinsvegar á öðru máli og taldi að þetta væri drullupollur sem engin áhrif myndu hafa.
Þess má svo geta að sífellt fleiri og fleiri fóru að mæta þarna og baða sig með sömu áhrifum og ég hafði upplifað. Frá upphafi lá ég aldrei á þessum upplýsingum og vildi að sem flestir gætu notið þessa lækningamáttar sem ég hafði uppgötvað á eigin spýtur.
Með þessum orðum mínum er ég hvorki að státa mig af þessu né að agnúsast yfir áframhaldandi uppbyggingu við Bláa lónið fyrir psoriasis-sjúklinga, síður en svo. Mér finnst hinsvegar þegar menn á tyllidögum sem þessum eru að rifja upp tilurð Bláa lónsins þar sem verið er að eigna hinum og þessum heiðurinn af því að hafa uppgötvað þennan lækningamátt, að þá megi sannleikurinn fá að njóta sín.
Valur Margeirsson,
psorisissjúklingur.
Það sem fékk mig hinsvegar til að stinga niður penna, var tækifærisræða nýja bæjarstjórans í Grindvík, sem þakkaði Heilsufélaginu fyrir farsæl störf um langan tíma og tók fram í leiðinni að “reykvískur psoriasis-sjúklingur” hefði fyrstur manna reynt lækningamáttinn þarna, þegar verið var að hefja hitaveituframkvæmdir á svæðinu.
Oft í gegnum árin hafa svona söguskýringar skotið upp kollinum, þegar Bláa lónið hefur borið á góma við hin ýmsu tækifæri. Má t.d. nefna þegar SPOEX samtök psoriasis og exemsjúklinga gaf út afmælisbækling í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Þar heldur Gísli Kristjánsson, sá ágæti maður því fram að hann eigi allan heiðurinn af því að hafa fundið upp lækningamáttinn í Bláa lóninu. Hann hafi dvalið þar langdvölum á hverjum degi á árunum 1978 til 1981. Engin hafi bara vitað af þessu og hann hafi bara viljað njóta þess aleinn í heiminum að fá lækningu þarna. Samt var hann í stjórn SPOEX á þessum árum og maður hefði haldið að hann hefði viljað deila þessum stórkostlega lækningamætti með félögunum. Nei aldeilis ekki, hann fór bara einn og sagði engum frá í heila tvo áratugi eða þar til viðtalið við hann er tekið á 30 ára afmæli félagsins. Fleiri svona söguskýringar hafa af og til skotist upp. Allir vilja Lilju kveðið hafa.
En þá er komið að því sem ég vildi sagt hafa. Það var ekki bara “einhver Reykvíkingur” og ekki heldur bara “Gísli Kristjánsson” eða einhverjir aðrir, sem böðuðu sig þarna fyrstir og fundu út að þessi affallssjór sem vall þarna upp úr iðrum jarðar, hefði þennan mikla lækningamátt sem raun ber vitni. Heldur var það undirritaður sjálfur sem baðaði sig þarna langfyrstur allra, til að kanna lækningamátt þessa affallssjávar, en á þeim tíma sögðu menn að ég hlyti að vera kolbrjálaður að ætla mér að taka þennan mikla sjéns og fara að baða mig í þessum “drullupolli” eins og yfirlæknirinn orðaði það, en það var í byrjun september 1981. Í fyrsta lagi væri botninn stórhættulegur vegna hvassra og beittra hraunnibba sem auðveldlega hefðu getað skaðað mann og í öðru lagi gætu ýmis eiturefni verið í þessum legi sem gætu verið stórskaðleg heilsunni, auk þess sem hitastigið væri mjög sveiflukennt og gætu menn því brennt sig alvarlega. Enginn vildi hleypa mér þarna ofan í og varð ég að fá sérstakt leyfi frá þáverandi hitaveitustjóra Ingólfi Aðalsteinssyni sem í upphafi neitaði mér alfarið um þessa “fífldjörfu ævintýramennsku” eins og hann orðaði það, enda hefðu menn forðast að komast í snertingu við þennan lög. En ég gafst ekki upp og að lokum samþykkti hitaveitustjórinn að líta í hina áttina, en þetta yrði alfarið á mína eigin ábyrgð. Það var því talsverð spenna meðal starfsmanna Hitaveitunnar, þegar ég mætti í fyrsta skipti til að baða mig, enda höfðu þeir á orði að ég væri sá fyrsti sem reyndi þessa böðun.
En svo ég geri langa sögu stutta að þá fann ég strax að þarna hafði eitthvað merkilegt átt sér stað. Mig hætti t.d. að klæja á 3ja degi og áður en mánuðurinn var liðinn var ég nánast blettalaus. Eitthvað sem ég hafði ekki verið, frá því að ég fékk sjúkdóminn á unga aldri.
Þegar fregnir spurðust út um þennan bata minn, kom dagblaðið Vísir að máli við mig til að forvitnast um það “kraftaverk”, sem þarna hafði átt sér stað og enginn hafði vitað um áður, endar var viðtalið tekið við mig sem upphafsmann böðunar þarna. Ég man að þessi ungi fréttamaður, vildi endilega kalla þetta svæði einhverju nafni, það hljómaði svo miklu betur í fréttinni, eins og hann orðaði það. Ég tjáði honum að þessar hitaveituframkvæmdir væru undir fjallinu Þorbirni, en ég kallaði sjálfan pollinn, Bláa lónið, því það var svo fagurblátt. Þarna kemur þetta orð í fyrsta skipti fram á prenti. Greinilega hefur mönnum litist vel á þetta nafn, því hún festist við staðinn eftir að ég hafði gefið staðnum þessa nafngift.
Ég vil því meina að ég undirritaður, sé upphafsmaður að kalla þennan stað, Bláa lónið, auk þess sem ég tel mig hafa verið fyrstan til að baða mig þarna til að kanna lækningamátt þessa jarðsjávar.
Ég minnist þess, að áður en ég fór í þessa böðun, að þá hafði ég samband við húðlækni minn, þar sem ég tjáði honum fyrirætlanir mínar. Hann hafði enga fordóma gagnvart þessum hugmyndum og hvatti mig til að prófa. Yfirlæknir húðdeildarinnar á Landspítalanum var hinsvegar á öðru máli og taldi að þetta væri drullupollur sem engin áhrif myndu hafa.
Þess má svo geta að sífellt fleiri og fleiri fóru að mæta þarna og baða sig með sömu áhrifum og ég hafði upplifað. Frá upphafi lá ég aldrei á þessum upplýsingum og vildi að sem flestir gætu notið þessa lækningamáttar sem ég hafði uppgötvað á eigin spýtur.
Með þessum orðum mínum er ég hvorki að státa mig af þessu né að agnúsast yfir áframhaldandi uppbyggingu við Bláa lónið fyrir psoriasis-sjúklinga, síður en svo. Mér finnst hinsvegar þegar menn á tyllidögum sem þessum eru að rifja upp tilurð Bláa lónsins þar sem verið er að eigna hinum og þessum heiðurinn af því að hafa uppgötvað þennan lækningamátt, að þá megi sannleikurinn fá að njóta sín.
Valur Margeirsson,
psorisissjúklingur.