Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Upplýsingar um fjarnám á háskólastigi
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 10:56

Upplýsingar um fjarnám á háskólastigi

Þessa dagana eru margar auglýsingar frá háskólum landsins um nám til að byggja einstaklinga upp og búa þá undir framtíðina. Háskólarnir bjóða flestir upp á möguleika á að stunda fjarnám þannig að einstaklingar geti stundað háskólanám án þess að flytja frá sínum heimabæ. Þá er einstaklingum gert mögulegt að stunda nám með vinnu.Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur aðstoðað einstaklinga sem eru í fjarnámi í mörg ár með því að leggja til aðstöðu til náms og koma upplýsingum um fjarnám á framfæri. Upplýsingar um fjarnám við háskólana á Íslandi er að finna á heimasíðu miðstöðvarinnar www.mss.is. Við viljum hvetja alla til að skoða framboðið og sjá hvort boðið sé upp á nám við þeirra hæfi.

Guðjónína Sæmundsdóttir
forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024