Upphitun fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Suðurnesjum
Miðvikudaginn 21. september, 2011 verður fundur í Álfagerði, Akurgerði 24, Vogum. Markmið fundarins er að hita upp fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi er haldin verður á Suðurnesjum 30. september.
Fundur hefst kl. 20.00. Gert er ráð fyrir stuttum, snörpum og ákveðnum fundi.
Dagskrá:
• Opnun formanns.
• Kynning Innovit.
• Fyrirspurnir og umræður.
Gestir fundarins verða Diljá Valsdóttir og Kristján Óskarsson frá Innovit.
Allir sem hafa hugmynd, langar til að vinna að hugmynd, koma að verkefnum eða vinna í hóp eru sérstaklega hvattir til að mæta. Atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga hvetur sem flesta til að mæta.