Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Upp úr kreppunni með menningartengdri ferðaþjónustu
Þriðjudagur 27. apríl 2010 kl. 08:08

Upp úr kreppunni með menningartengdri ferðaþjónustu


Fimmtudaginn 29. apríl boða Leiðsögumenn Reykjaness til fundar allra sem starfa í ferðaþjónustu eða menningarmálum á Suðurnesjum. Tilgangur fundarins er að leiða saman þessa hópa til þess að leita að styrkleikum svæðisins til þess að nýta sem flest sóknarfæri til þess að auka hlutdeild Suðurnesja af vaxandi tekjum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Margt bendir til þess að ferðaþjónustan geti reynst mikilvæg í leiðangri samfélagsins upp úr efnahagserfiðleikunum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það sýndi sig í Finnlandi að ferðaþjónustan var fljót að bregðast við breyttum aðstæðum og er það mat margra að ef betur hefði verið að henni hlúð hefðu sóknarfærin nýst betur og greinin náð að leggja enn meira af mörkum til endurreisnarinnar. Ýmislegt bendir til þess að hið sama kunni að vera uppi á teningnum hér á landi og aðstæður um margt hagstæðar ferðaþjónustunni.

Á fundinum verða fjórir framsögumenn, þau Katrín Jakobsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra, Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, og Sigrún Jónsdóttir Franklín, frá SJF menningarmiðlun. Fundarstjóri veðrur Bergur Sigurðsson, formaður Leiðsögumanna Reykjaness.

Farið verður í SVÓT greiningu þar sem leitað verður að styrkleikum svæðisins og þeirra aðila sem hér starfa til þess að nýta saman tækifærin sem ástandið og komandi misseri fela í sér fyrir ferðaþjónustuna almennt og fyrir menningartengda ferðaþjónustu sérstaklega.

Skráningar með nöfnum þátttakenda, fyrirtækis/félags og símanúmer óskast send sem fyrst með tölvupósti á netfangið [email protected]. Fundurinn verður haldinn á Flughótel í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 29. apríl. Fundur hefst með framsögu menningar- og menntamálaráðherra kl. 13:30 og áætlað er að fundi verði lokið kl. 17:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024