Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Upp með stemmninguna, út með rækjusamlokurnar
Laugardagur 3. júlí 2010 kl. 15:50

Upp með stemmninguna, út með rækjusamlokurnar

Komið hjartanlega sæl kæru Keflvíkingar.

Við erum nú loksins loksins komnir aftur á okkar elskulega heimavöll, Sparisjóðsvöllinn, og hafa þessar framkvæmdir gengið vel. Við erum nú komin með glæsilegan völl, nýtt gras, hitaleiðslur undir völlinn og öflugt vökvunarkerfi. Þá hefur völlurinn verið færður aðeins nær stúkunni sem er auðvitað hið besta mál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stemmningin í stúkunni í sumar hefur verið með ágætum en það má auðvitað alltaf gera betur í þeim málum. Við meðlimir Pumasveitarinnar höfum mætt á alla leiki liðsins í sumar og stutt dyggilega við bakið á strákunum. Verður bara gefið enn meira í það sem eftir er sumars.

Við höfum þurft að gjalda fyrir það mætingalega séð að spila á þessum ágæta velli í Njarðvík. Stúkan rúmar ekki alla þá áhorfendur sem hafa verið duglegir að mæta á völlinn með Keflvíkingum undanfarin ár. Núna er þetta allt uppávið og við sjáum bara fram á frábæra tíma í Pepsídeildinni í sumar og næstu ár!

Við höfum ávallt reynt að halda uppi góðri stemmningu og peppað strákana áfram eins og best getur. Höfum við Keflvíkingar oftar en ekki verið tólfti maðurinn fyrir strákana okkar. Í sumar hefur þetta verið svona upp og ofan hjá hinum almenna stuðningsmanni og óskum við hér með eftir því að allir Keflvíkingar líti í eiginn barm og hugsi hvað þeir geti gert betur og meira til þess að styðja strákana okkar.
Menn ættu að vera farnir að þekkja flestöll lögin sem Pumasveitin hefur í lagasafni sínu og er það bara alveg sjálfsagt að þið kæru stuðningsmenn takið hressilega undir og hjálpið okkur að peppa þetta enn meira og enn hærra á hverjum einasta leik!


Við erum ekki nema um það bil 10-15 manns í Pumasveitinni allajafna og tilgangur hennar var upphaflega að koma stemmningunni og söngvunum af stað og svo fylgja allir stuðningsmenn Keflavíkur með í kjölfarið. Það hefur ekki alveg verið lenskan í sumar, því miður, en þó hafa margir stuðningsmenn látið vel í sér heyra og verið vel með á nótunum í stúkunni.

Við ætlum okkur stóra hluti í deildinni í sumar og því er það ósk okkar og leikmanna að allir sem mæta á leiki Keflavíkur með stórt Keflavíkurhjarta láti vel í sér heyra og hjálpi bæði okkur og sérstaklega strákunum yfir erfiða hjalla í sumar og búi til einstaka stemmningu sem við viljum jú að verði aðall okkar Keflvíkinga.


Þegar stúkan og stemmningin er í fullu fjöri, þá vitið þið að liðið og stigin munu fylgja!

Klappið með, syngið með, skemmtið ykkur og styðjið liðið, því við erum jú öll í þessu saman og með sama markmið; Að hjálpa strákunum okkar að ná því allra besta út úr þeim sem hægt er og ef allt gengur upp þá veit enginn hversu hátt og langt við getum farið. Okkur í Pumasveitinni er allverulega farið að langa í þann stóra og treystum við okkar frábæra liði, þjálfurum, stjórn og öllum í kringum Keflavíkurliðið til þess að leiða okkur á vit glæsilegra ævintýra!


Við mætum Íslandsmeisturum FH á sunnudagskvöldið í mögnuðum vígsluleik á hinum nýja og stórglæsilega Sparisjóðsvelli, og nú leggjum við bara línurnar fyrir restina af sumrinu og styðjum strákana sem aldrei fyrr, ALLIR SEM EINN, við erum öll með tölu í þessu saman til þess að ná árangri og koma liði Keflavíkur í sögubækurnar!

ÁFRAM KEFLAVÍK,
AÐ EILÍFU !!!!

Jóhann D. Bianco - Jói Drummer