Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Unnar Þór Böðvarsson stefnir á 3.-5. sæti hjá Samfylkingu
Mánudagur 2. október 2006 kl. 01:01

Unnar Þór Böðvarsson stefnir á 3.-5. sæti hjá Samfylkingu

Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri í Hvolsskóla á Hvolsvelli gefur kost á sér í 3. til 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á komandi vori.


Unnar Þór er fæddur og uppalinn á Barðaströnd þar sem hann stundaði búskap og sjósókn jafnframt því að vera skólastjóri.  Árið 1981 flutti Unnar Þór með fjölskyldu sinni á Suðurland og tók við skólastjórn í Reykholtsskóla í Biskupstungum.

 

Haustið 1994 tók Unnar Þór við stjórn Hvolsskóla á Hvolsvelli.  Unnar Þór hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi héraðs- og þjóðmála.

 

Unnar Þór telur tækifærin í Suðurkjördæmi felast í stóraukinni  menntun í héraði.  Bættar samgöngur í dreifbýli eru með brýnustu verkefnum samtímans. Göng til Eyja í fyllingu tímans eru takmarkið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024