Ungt fólk...Hvenær er ég tilbúin?
Unglingsárin eru mikill mótunartími í lífi hvers einstaklings. Margt spennandi og skemmtilegt að gerast. Unglingar í dag eru sjálfstæðir og hafa sínar skoðanir á hreinu, þau hafa sterkan vilja og mikla þörf á að uppgötva, prófa sig áfram, og oft er fátt þeim óviðkomandi. Það er nokkuð víst að margir unglingar byrja að stunda kynlíf til að þóknast öðrum eða til að afla sér vinsælda. Sumir halda jafnvel að maður verði fullorðnari, en aðrir eru að mótmæla foreldrum sínum. En við vitum að unglingar fá kynsjúkdóma og ungar stúlkur verða ófrískar þótt allir hafi heyrt um getnaðarvarnir.
Kæru unglingar!
Hugsið málin til enda, undirbúið hlutina vel. Það fylgir því ábyrgð að stunda kynlíf, og maður gerir það ekki bara til að þóknast öðrum , talið saman og hjálpið hvort öðru í vanda.
Það skiptir öllu máli að vera trú sjálfum ykkur, verið hrein og bein. NEI þýðir NEI. Þið eigið ykkar líkaman sjálf, ykkur ber skylda til að varðveita hann vel og hlúa að honum.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er í boði ráðgjöf fyrir ungt fólk frá 13-20 ára.
Þangað getið þið leitað með vandamál sem varðar ykkur, fengið upplýsingar um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma, kvíða eða samskiptavandamál. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]
Hjúkrunarfræðingur og læknir er ykkur til aðstoðar. Móttakan er opin á milli kl. 17-18 alla mánudaga. Ég hvet ykkur til að koma að ræða málin, hvort sem þið eruð í vanda eða vinir ykkar eða viljið bara fræðast. Þjónustan er ókeypis.
Kveðja,
Elín J. Jakobsdóttir hjúkrunarfræðingur á H.S.S.