Ungmennanámskeið SamSuð
Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð) heldur árlegt námskeið fyrir nemenda- og ungmennaráð félagsmiðstöðva og grunnskóla á Suðurnesjum föstudaginn 21. nóvember 2003. Námskeiðið fer fram í Samkomuhúsinu í Garðinum og hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 15:00. Öllum grunnskólum og félagsmiðstöðvum á Suðurnejsum stendur til boða að senda sín ráð á námskeiðið.
Meðal þess sem farið verður yfir á námskeiðinu er framkoma, ræðumennska, leikræn tjáning, ungmennalýðræði og hlutverk nemendaráða. Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja unglingana sem sæti eiga í ráðunum þannig að þau verði betur í stakk búin til að takast á við verkefni komandi vetrar. Þess má geta að Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hafa staðið fyrir svipuðum námskeiðum fyrir unglinga á sínum svæðum. Forsvarsmenn SamSuð eru vongóðir um að þátttaka á ungmennanámskeiðinu verði góð og að sem flestir sjái sér fært að nýta þetta tilboð.