Ungir jafnarðarmenn á Suðurnesjum stofna félag
Stofnfundur Félags ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum verður haldinn í Víkinni (VSFK), Hafnargötu 80, föstudaginn 1. nóvember. Húsið opnar kl. 20:30.Kristján Gunnarsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ setur fundinn. Ólafur Thordersen verður fundarstjóri á fundinum. Auk formlegrar stofnunar félagsins, verður kjörin stjórn og Ágúst Ágústsson, formaður UJ mun flytja stutt ávarp. Þá munu Gangztaz without a Faze slá á létta strengi, segir í tilkynningu frá stofnendum. Hægt verður að nálgast drög að lögum félagsins á s-listinn.is. Allir áhuasamir eru boðnir velkomnir.