Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Ungir bjóða í pizzu
  • Ungir bjóða í pizzu
Þriðjudagur 20. maí 2014 kl. 17:02

Ungir bjóða í pizzu

Á aðalfundi Uglu, Ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum sem var haldinn sl.laugardag var kjörin ný stjórn félagsins. Stjórnina skipa: Fríða Stefánsdóttir, Hinrik Hafsteinsson og Gunnar Hörður Garðarsson sem talsmenn, meðstjórnendur eru Bjarni Halldór Janusson og Andri Þór Ólafsson.

Starf félagsins hefur legið í dvala um árabil en hefur nú tekið til starf að nýju. Ugla mun koma til með að svara þeirri miklu vöntun sem hefur verið á fersku starfi jafnaðarmanna á Suðurnesjum.

Ungir jafnaðarmenn og óháðir í Reykjanesbæ bjóða í pizzu á kosningamiðstöð Samfylkingarinnar og óháðra á Hafnargötu 25 klukkan 20:00 miðvikudaginn 21.maí.
 
Lokaballsþreyttir nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sérstaklega velkomnir.

Miðvikudags kvöldið 28.maí verða svo ungir á S-listanum í Sandgerði með Pub-quiz í kosningamiðstöðinni að Strandgötu 17.
Ekki láta ykkur vanta þar!

Ugla er með facebook síðuna www.facebook.com/uglauj þar sem hægt er að fylgjast með og hafa samband. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að taka þátt í starfinu.

- Stjórn Uglu
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024