Ungar konur á fyrstu árum tíðaverkja
Ungar konur á fyrstu árum tíðablæðinga, ekki síst virkar íþróttakonur á frjósemisaldri, fá tíðaverki og um það bil 10% kvenna upplifa harða verki samfara tíðablæðingum. Hugsanir um næstu blæðingar hvern mánuð hjá stúlkum birtast oft í streitu, vanlíðan og pirringi. Oftast eru það efni sem líkaminn framleiðir sjálfur sem hafa áhrif á vöðvasamdrátt í legi þegar legslímhúðin losnar frá en einnig gætu líffærasjúkdómar haft áhrif þar á. Þá þarf að leita til læknis. Þriðji þátturinn, sem skiptir ekki síst máli, er sálræna og andlega álagið sem kann að auka einkennin.
Til að forðast tíðaverki er gott að auka inntöku járns nokkrum dögum áður en blæðingar hefjast því járn eykur blóðmyndun fyrir og á meðan á blæðingum stendur. Járn fæst með neyslu á kjöti, lifur, grænmæti og heilhveitiafurðum. Járninntaka hefur einnig jákvæð áhrif á efnaskipti próteina. Magnesíum hefur einnig áhrif á tíðaverki. Bananar, hnetur og hýðishrísgrjón auka magnesíum í líkamanum sem getur hjálpað gegn tíðaverkjum. Gott getur verið að fara í gufubað frá þriðja degi blæðinga eða í heitt bað frá öðrum degi því hlýja getur dregið úr tíðaverkjum. Gamalt húsráð er að setja hitapoka við kviðarhol nokkrum sinnum á dag í 20 mínútur.
Vöðvaslakandi aðferðir eru í raun allt sem tengist jóga og nuddi en einnig geta æfingar eða leikfimi hjálpað. Það er bæði gott fyrir vöðva og öndun.
Birgitta Jónsdóttir Klasen.