Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Þriðjudagur 13. apríl 2004 kl. 10:16

Undirskriftir ekki af pólitískum toga

Vegna ummæla í Fréttablaðinu 4. apríl s. undir fyrirsögninni „Vopn í viðvarandi atkvæðaveiðum“ ályktuðu stjórn og formenn nefnda F.E.B. á Suðurnesjum eftirfarandi:

Stjórnarfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum, haldinn 7. apríl 2004, óskar að koma á framfæri athugasemdum við ummælum, sem höfð eru eftir Sigurði Árnasyni lækni, í Fréttablaðinu 4. apríl sl. Þar segir í upphafi fréttar um Heilbrigðismál: „Þetta eru rakalaus læti á ófaglegum forsendum,“ sagði Sigurður Árnason sérfræðilæknir á Sjúkrahúsinu í Keflavík um þá orrahríð sem stendur yfir vegna notkunar svokallaðrar D-álmu sjúkrahússins.....“ Og í lok ummælanna er haft eftir nefndum lækni: „Það er sárt að vita að einstakir stjórnmálamenn okkar æsi þessi mál upp á röngum forsendum sem vopn í viðvarandi atkvæðaveiðum sínum.“ Tilvitnun lýkur.

Stjórn F.E.B. á Suðurnesjum vill taka fram fyrir hönd þeirra fjölmörgu félagsmanna, sem hafa ritað nöfn sín undir mótmæli við breyttum áherslum á notkun D-álmudeildarinnar, að þær undirskriftir eru alls ekki af pólitískum toga, rétt eins og D-álmu söfnunin var á sínum tíma – alveg laus við pólitískar deilur.

Karl. G. Sigurbergsson
Varaformaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024