Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Umhverfismál í Garðinum
    Gerðahreppur.
  • Umhverfismál í Garðinum
Sunnudagur 25. maí 2014 kl. 09:00

Umhverfismál í Garðinum

Ásta Óskarsdóttir skrifar.

Umhverfismál eru forgangsatriði og á við okkur öll. N listi, listi nýrra tíma mun gera umhverfismálum hátt undir höfði á næsta kjörtímabili. Í upplýstum heimi okkar er dapurt að verða vitni að umhverfisspjöllum sama á hvaða sviði þau eru. N listinn mun fara fram á að Skipulags- og byggingarnefnd hugi vel að umhverfismálum svo að umhverfismál verði sýnileg og hlutverk þeirra útvíkkað þannig að málaflokkurinn nái utan um allar hliðar umhverfismála. Umhverfismál eiga að vera sýnileg á heimasíðu Garðs og ýmsar fróðlegar upplýsingar sendar á öll heimili. N listinn er fylgjandi vistvænni stefnu í umhverfismálum og mun leggja sitt af mörkum til að vekja til umhugsunar mikilvægi málaflokksins. N listinn vill fylgja stefnu Umhverfisstofnunar, huga að og vernda náttúruna og umhverfið á ábyrgan hátt. 

Garðbúar búa við náttúruperlu þar sem ósnortin náttúra verður að fá að njóta sín, fuglalífið er einstakt, norðurljós, útsýnið og friðsældin, fjallasýn og gamla byggðin í Út-Garðinum. Að þessu verða Garðbúar allir að hlúa og vaka yfir, það er mikilvægt. Á Garðskaga liggja ótal tækifæri til ferðamennsku án þess að þurfa að snerta ásýnd og umhverfi Út-Garðsins. Það er alveg eins heillandi að hafa vindinn í fangið og horfa á magnað samspil vinda og hafs, eins og að sitja og horfa á fallegt sólarlag og fugladýrðina. Það er ómetanlegt að búa á stað þar sem fólk getur auðveldlega og án nokkurs fyrirhafnar gengið að því, að upplifa samhljóm umhverfisins og fengið um leið orku, innblástur, hugarró og hvíld.

Garðbúar hljóta að vera sammála því að eftir 30 ár sé flokkun sorps á hverju heimili sjálfsagt, að hér eigi að ríkja sátt milli manns og náttúru, hjóla og gönguvænt verði milli nágrannabyggðanna. Höfninni verði sýnd sú virðing sem henni ber, að hún verði endurbætt og fegruð svo hún geti verið öruggur og fjölsóttur staður fyrir stangveiðimenn, að grænum svæðum verði fjölgað og gróðursetning verði aukin til muna.

Umhverfismál eru efnahagsmál og varða nútíðina og framtíðina. Okkur ber skylda til við afkomendur okkar að færa umhverfið til þeirra í eins góðu ástandi og kostur er. N listi, lista nýrra tíma mun leggja áherslu á að svo megi verða og Garðurinn blómstri.

Fyrir hönd N listans

Ásta Óskarsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024