Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 14. ágúst 2006 kl. 16:46

Umferðar- og öryggisátak í Reykjanesbæ 14. ágúst – 22.september 2006

Reykjanesbær efnir nú þriðja árið í röð til umferðar- og öryggisátaks í samstarfi við Brunavarnir Suðurnesja, lögreglu, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fl.

Markmiðið með átakinu er að vekja almenning til umhugsunar um umhverfi sitt og umferðarmenningu og stefnt er að slysalausri umferð í Reykjanesbæ.
 
Sérstök áhersla  er lögð á mikilvægi þess að skapa meira öryggi fyrir unga vegfarendur á leið í skólann og ekki síður fyrir unga ökumenn sem hafa nýlega lokið ökuprófi og eru að öðlast reynslu í umferðinni sem nýir vegfarendur.

Fánar hafa verið settir upp víða um bæinn með slagorðum eins og ÉG ER NÝR Í UMFERÐINNI  sýndu mér tillitsemi og fl.

Það er mikilvægt að við leiðbeinum börnum okkar eins vel og kostur er og gætum þess að ofmeta ekki hæfni þeirra í umferðinni.


Við minnum á að hámarkshraði í grennd við alla grunnskóla er 30 km.


Umferðaröryggisátak í Reykjanesbæ
USK
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024