Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Um rök og fordæmi- Guðbrandi svarað
    Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýja meirihlutans.
  • Um rök og fordæmi- Guðbrandi svarað
    Árni Sigfússon.
Þriðjudagur 8. júlí 2014 kl. 13:41

Um rök og fordæmi- Guðbrandi svarað

Árni Sigfússon skrifar.

Við sjálfstæðismenn lögðum til í nýju bæjarráði að Framsókn fengi áheyrnarfulltrúa í nefndir, líkt og Framsókn hafði sjálf óskað eftir. Framsókn á enga menn í nefndum á þessu nýja kjörtímabili og þeirra sjónarmið koma því ekki fram í undirbúningi mála. Nýr meirihluti hafnaði tillögunni. Ég kynnti þessa ákvörðun í lítill grein hér í VF.

Guðbrandur Einarsson, einn oddvita framboðanna, leitaði heil tólf ár aftur í tímann til að sýna fram á að ég hafi ekki haft sömu skoðun gagnvart Framsókn í sömu stöðu þá. En hann virðist muna eitthvað sem ekki er. Eftir kosningar 2002 kom engin formleg tillaga frá Framsókn um að fá fulltrúa í nefndir Reykjanesbæjar. Hefði ég verið því andvígur þá, vil ég þó fylgja því að batnandi mönnum sé best að lifa! Rök flokkanna þriggja í meirihluta fyrir að hafna tillögunni geta varla verið að þá minni að sjálfstæðismenn hafi einhvern tíma hafnað svipaðri tillögu.

En er ekki betra að ræða um aðalatriðið? Nýr meirihluti hafnar formlegri tillögu Framsóknarflokksins og formlegri tillögu sjálfstæðismanna um að Framsókn fái að fylgjast með í nefndum bæjarins?

Við Sjálfstæðismenn hvetjum meirihlutann til að endurskoða það. Rétt eins og 2010 teljum við farsælt að heyra öll sjónarmið inni í nefndunum.

Við trúum að innan fylkinga framboðanna þriggja sé fólk sem leitar ekki endilega uppi góð eða slæm fordæmi sjálfstæðismanna til að fara eftir, heldur vinni málið eftir eigin sannfæringu.

Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024