Um hvað snúast stjórnmál?
Hvers vegna höfða félagshyggjuflokkar, sem skilgreindir eru til vinstri og á miðju stjórnmálanna, til almennra launþega og verkafólks en hægri flokkar til sjálfstæðra atvinnurekenda og þeirra sem betur mega sín? Að undanförnu hefur ákveðin umræða átt sér stað í samfélaginu þar sem dregin hefur verið upp sú mynd að sveitarstjórnarmál snúist ekki um pólítískar stefnur heldur fyrst og fremst persónur og frambjóðendur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á vissan hátt leitt þessa umræðu. Ellert B. Schram, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir t.d. í Mbl. sunnudaginn 3. feb. s.l.: ,,Sveitarstjórnarmál eru að langmestu leyti praktísk úrlausnarefni sem hafa lítið með það að gera, hver pólitísk skoðun borgarfulltrúans kann að vera að öðru leyti”. Verðandi leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur talað á svipuðum nótum. Þótt vissulega sé ég sammála því að persónulegir hæfileikar frambjóðenda skipti máli tel ég að með þessari framsetningu sé dregin upp mjög einfölduð mynd af sveitarstjórnarmálum. Að halda því fram að grundvallar hugmyndafræði stjórnmálaflokka komi ekki við sögu þegar leiðir að markmiðum og úrlausnarefnum eins og skólamálum, gatnaframkvæmdum og félagsþjónustu eru valdar, er að mínu mati beinlínis rangt. Máli mínu til stuðnings bendi ég á ágreining í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um rekstrarfyrirkomulag Reykjaneshallarinnar og gjaldskrár sveitarfélagsins. Í næstu tölublöðum Víkurfrétta mun ég að skrifa nokkrar greinar og skýra mína sýn á þetta viðfangsefni og önnur tengd sveitarstjórnarmálum.
Er munur á stjórnmálaflokkum?
Í allri opinberri stjórnsýslu skiptir pólitík máli. Þótt stefnuskrár stjórnmálaflokka sem bjóða fram til sveitarstjórna séu oft á tíðum svipaðar, og markmiðin og málefnin að stórum hluta þau sömu, eru leiðirnar að markmiðunum í grundvallaratriðum ólíkar. Í stefnuskrám láta flokkarnir nægja að kynna markmiðin og kosningaloforðin en ganga út frá að kjósendur viti muninn á stefnum vinstri flokks, sem við skulum til einföldunar kalla S, miðjuflokks, B, og hægri flokks, D. Fyrir þá sem ekki vita gengur hugmyndafræði S út á samneyslu og miðstýringu, að best sé að láta hið opinbera sjá um eins mikið af verkefnum og hægt er, hugmyndafræði D út á að einstaklingurinn sé best til þess fallinn að annast alla hluti og því minni sem samneysla því betra en hugmyndafræði B gengur út á að nýta það besta úr báðum kerfum. Þannig er grunnur B breiðari og ekki bundinn við eina aðferð því mismunandi úrlausnarefni þarfnast mismunandi verkfæra. Þótt hamarinn dugi á naglann þarf skrúfjárn á skrúfuna.
Nýr leikskóli
Tökum dæmi. Segjum að þrír flokkar S, D og B boði byggingu nýs leikskóla á næsta kjörtímabili fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002. Gott og vel. Er þá ekki sama hvern þeirra maður kýs? Alls ekki. Þeir munu örugglega vilja fara mismunandi leiðir að þessu markmiði. Líklegt er að D muni vilja einkavæða rekstur leikskólans og gefa rekstaraðilum leyfi til þess innheimta eins há gjöld og þeir geta. Síðan á markaðurinn að laga sig að gjaldinu og þeir sem hafa efni á því að senda börnin sín í skólann gera það, hinir ekki. B myndi vilja að bærinn byggði húsið eða leigði af einkaaðilum ef það reyndist hagkvæmara. Hann myndi vilja að sveitarfélagið bæri ábyrgð á faglegu starfi skólans og tryggði að gjöld yrðu í samræmi við það sem gengur og gerist í öðrum leikskólum í sveitarfélaginu. B myndi einnig vilja gera árangurstjórnunarsamning við leikskólastjórann sem fæli í sér hvata til þess að gera reksturinn eins hagkvæman og hægt væri. S myndi vilja að bærinn byggði, ræki og ætti húsið. Hann myndi einnig vilja að bærinn annaðist og bæri ábyrgð á faglegu starfi skólans og helst hafa leikskólagjöldin eins lág og hægt væri. Á móti þyrfti að tryggja að skattheimta væri næg til þess að standa undir öllu saman.
Heilbrigð skoðanaskipti óumflýjanleg.
Af því sem hér hefur verið sagt að framan má sjá að þegar tveir eða fleiri stjórnmálaflokkar sitja í bæjarstjórn eru heilbrigð og nauðsynleg skoðanaskipti um leiðir að markmiðum óumflýjanleg. Slík skoðanaskipti eru einnig líkleg til þess að leiða til ákvarðana sem fleiri bæjarbúar geta sætt sig við. Þessar leiðir henta þó hinum ýmsu hópum samfélagsins misvel. Það skýrir hvers vegna almennir launþegar og verkafólk, sem greiðir skatta og skyldur til hins opinbera, ættu að styðja vinstri og miðju flokka. Þessir hópar hljóta að vilja fá sem mest af greiddum sköttum til baka í formi opinberrar þjónustu. Sjálfstæðir atvinnurekendur, og þeir sem hafa meira á milli handanna, eru hins vegar líklegri til þess að styðja hægri flokka sem boða lægri skatta og minni opinbera þjónustu. Þeir vilja að hver borgi fyrir sig og þar með hafa þeir sem meira hafa á milli handanna ákveðið forskot. Um þetta snúast átökin í stjórnmálum; leiðir að markmiðum en síður markmiðin sjálf.
Allir orðnir miðjuflokkar?
Að lokum vil ég vekja athygli á þeirri staðreynd að síðustu misseri hafa hægri og vinstri flokkar á Íslandi reynt án afláts að telja kjósendum trú um að þeir séu í raun miðjuflokkar. Hvers vegna ætli það sé? Er þeim orðið ljóst að því fleiri verkfæri sem eru í verkfærakistunni er líklegra að hægt sé að leysa mál á farsælan hátt ?
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi eina miðjuflokksins í Reykjanesbæ, Framsóknarflokksins
Er munur á stjórnmálaflokkum?
Í allri opinberri stjórnsýslu skiptir pólitík máli. Þótt stefnuskrár stjórnmálaflokka sem bjóða fram til sveitarstjórna séu oft á tíðum svipaðar, og markmiðin og málefnin að stórum hluta þau sömu, eru leiðirnar að markmiðunum í grundvallaratriðum ólíkar. Í stefnuskrám láta flokkarnir nægja að kynna markmiðin og kosningaloforðin en ganga út frá að kjósendur viti muninn á stefnum vinstri flokks, sem við skulum til einföldunar kalla S, miðjuflokks, B, og hægri flokks, D. Fyrir þá sem ekki vita gengur hugmyndafræði S út á samneyslu og miðstýringu, að best sé að láta hið opinbera sjá um eins mikið af verkefnum og hægt er, hugmyndafræði D út á að einstaklingurinn sé best til þess fallinn að annast alla hluti og því minni sem samneysla því betra en hugmyndafræði B gengur út á að nýta það besta úr báðum kerfum. Þannig er grunnur B breiðari og ekki bundinn við eina aðferð því mismunandi úrlausnarefni þarfnast mismunandi verkfæra. Þótt hamarinn dugi á naglann þarf skrúfjárn á skrúfuna.
Nýr leikskóli
Tökum dæmi. Segjum að þrír flokkar S, D og B boði byggingu nýs leikskóla á næsta kjörtímabili fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002. Gott og vel. Er þá ekki sama hvern þeirra maður kýs? Alls ekki. Þeir munu örugglega vilja fara mismunandi leiðir að þessu markmiði. Líklegt er að D muni vilja einkavæða rekstur leikskólans og gefa rekstaraðilum leyfi til þess innheimta eins há gjöld og þeir geta. Síðan á markaðurinn að laga sig að gjaldinu og þeir sem hafa efni á því að senda börnin sín í skólann gera það, hinir ekki. B myndi vilja að bærinn byggði húsið eða leigði af einkaaðilum ef það reyndist hagkvæmara. Hann myndi vilja að sveitarfélagið bæri ábyrgð á faglegu starfi skólans og tryggði að gjöld yrðu í samræmi við það sem gengur og gerist í öðrum leikskólum í sveitarfélaginu. B myndi einnig vilja gera árangurstjórnunarsamning við leikskólastjórann sem fæli í sér hvata til þess að gera reksturinn eins hagkvæman og hægt væri. S myndi vilja að bærinn byggði, ræki og ætti húsið. Hann myndi einnig vilja að bærinn annaðist og bæri ábyrgð á faglegu starfi skólans og helst hafa leikskólagjöldin eins lág og hægt væri. Á móti þyrfti að tryggja að skattheimta væri næg til þess að standa undir öllu saman.
Heilbrigð skoðanaskipti óumflýjanleg.
Af því sem hér hefur verið sagt að framan má sjá að þegar tveir eða fleiri stjórnmálaflokkar sitja í bæjarstjórn eru heilbrigð og nauðsynleg skoðanaskipti um leiðir að markmiðum óumflýjanleg. Slík skoðanaskipti eru einnig líkleg til þess að leiða til ákvarðana sem fleiri bæjarbúar geta sætt sig við. Þessar leiðir henta þó hinum ýmsu hópum samfélagsins misvel. Það skýrir hvers vegna almennir launþegar og verkafólk, sem greiðir skatta og skyldur til hins opinbera, ættu að styðja vinstri og miðju flokka. Þessir hópar hljóta að vilja fá sem mest af greiddum sköttum til baka í formi opinberrar þjónustu. Sjálfstæðir atvinnurekendur, og þeir sem hafa meira á milli handanna, eru hins vegar líklegri til þess að styðja hægri flokka sem boða lægri skatta og minni opinbera þjónustu. Þeir vilja að hver borgi fyrir sig og þar með hafa þeir sem meira hafa á milli handanna ákveðið forskot. Um þetta snúast átökin í stjórnmálum; leiðir að markmiðum en síður markmiðin sjálf.
Allir orðnir miðjuflokkar?
Að lokum vil ég vekja athygli á þeirri staðreynd að síðustu misseri hafa hægri og vinstri flokkar á Íslandi reynt án afláts að telja kjósendum trú um að þeir séu í raun miðjuflokkar. Hvers vegna ætli það sé? Er þeim orðið ljóst að því fleiri verkfæri sem eru í verkfærakistunni er líklegra að hægt sé að leysa mál á farsælan hátt ?
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi eina miðjuflokksins í Reykjanesbæ, Framsóknarflokksins