Ugla fundar á fimmtudaginn
Aðalfundur Uglu - ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnesvegi 14 og hefst kl. 20. Á dagskrá fundarins eru stjórnmálaumræður og venjubundin aðalfundarstörf. ?
Framboð til stjórnar Uglu óskast send á [email protected]. Þeir Suðurnesjamenn sem hafa áhuga á að leggja Samfylkingunni lið í komandi kosningabaráttu er hvattir til að bjóða fram krafta sína. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum Ungra jafnaðarmanna.